Ekki fleiri nauðgunarskatta takk!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_vefir_efni_allir_vefir_efni_var_andi_skaggar_com_myndir_frettir.jpgJakob hjá STEF segir vegið alvarlega að íslenskum tónlistariðnaði með ólöglegu niðurhali og bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað í málinu.Hundrað krónur á mánuði samsvara einu símtali – og myndu veita notendum aðgang að einhvers konar banka tónlistar sem leiddi þá áfram inn í kauphallir tónlistarinnar þar sem fólk borgar fyrir niðurhal og þjónustu.

Ennþá er 2007 loddara-græðgis hugsunin í kollinum á þessu fólki,100 krónur er ekki lágt gjald og þó það væri bara ein króna,þegar það stendur til að leggja það á alla landsmenn sem nauðgunarskatt,eins og gert er með svokallað útvarpsgjald.

Hvað kemur okkur það við þó að sé verið að stela tónlist á netinu,það er verið að stela öllu "steini léttara" á netinu,hvað með höfundarrétt á myndum á netinu,hvað ætli sé stolið mikið af myndum á netinu á hverjum einasta degi,megum við þá eiga von á því að samtökin Myndform heimti líka að fá sinn sérskatt á alla landsmenn vegna þjófnaðar á myndum á netinu?

Og svo framvegis,hvað ætli sé stolið mikið af allskonar hugmyndum af handverki hjá handverksfólki,ekkert mál setjum á þjófnaðargjald á fyrir handverksfólkið,sérstakt gjald á tengingar vegna þjófnaðar á ritgerðum vegna háskólanáms,OK,setjum á sérstakt forvarnargjald vegna stolinna ritgerða á netinu.

Nei,takk,nú er komið nóg,nú verða þeir hjá STEF og aðrir í svipuðum hugleiðingum að fara að hugsa og reyna að vera svolítið frumlegri til þess að afla sér frekari tekna,hvað ætli STEF sé búið að fá í tekjur af því þvingunargjaldi sem þeir fengu í gegn að láta setja á alla selda geisladiska í landinu og hvernig er þeim peningum varið,væri hægt að fá sundurliðun á því takk?

Og hvað segir talsmaður neytenda um þetta,er það bara sjálfsagður hlutur að klína þessu á okkur neytendur átölulaust?

Ég minni á undirskriftalistann gegn hugmyndum STEF á Netfrelsi.is

Vil svo benda á pistil á bloggsíðu Jens Guð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

STEF krefur alla um greiðslu, sem spila músík opinberlega, t.d. í verslunum, hárgreiðslustofum o.s.frv. með þeim rökum að þá sé verið að "skemmta" fólki með þeirra "framleiðsluvörum".  Nú vilja þeir láta setja sérstakan nefskatt á geisladiska og/eða skatt á allar nettengingar, vegna þess að slíkar tengingar geri fólki mögulegt að hala niður tónlist.

Með sömu rökum hlýtur að verða að setja sérstakan nefskatt á alla sem hafa augu, eða a.m.k. sjón, vegna þess að þeir gætu notað þau til að lesa bækur, sem þeir hafa ekki keypt sjálfir, t.d. fengið lánaðar hjá ættingjum eða vinum.  Allir hljóta að sjá, að slíkt gengur ekki frekar en niðurhaldið, því rithöfundar hljóta að tapa á því að fleiri en einn lesandi lesi hverja bók.  Eins er um málverk og önnur sjónlistaverk, allir sem hafa sjón eru að horfa algerlega ókeypis á þau og ekkert hafa listamennirnir fyrir það "gláp".

Svona mætti lengi telja, en enginn hefur jafn fáráðlegt hugmyndaflug og þeir hjá STEF.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Góður punktur hjá þér Axel og góð viðbót í umræðuna,það þarf að kæfa svona hugmyndir í fæðingu.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 14.10.2010 kl. 10:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband