Að gefnu tilefni - framkoma starfsfólks hjá velferðarstjórninni

Ég vil taka það skýrt fram að mjög líklega er meirihluti starfsfólks hjá hinu opinbera góðir starfskraftar og starfi sínu vaxið,en hinsvegar er alltof mikið um það að kvartað sé undan framkomu þjónusturáðgjafa hjá stofnunum sem eiga að aðstoða þá sem þurfa á því að halda.

Ég ætla að rifja upp heimsókn mína til Vinnumálastofnunar síðastliðið vor:

Ég þurfti að skila inn gögnum hjá VMST á mánudaginn sl. (12.apr.) og það var ekki þrautalaust,í fyrsta lagi var búið að gefa okkur í vinnuhópnum mjög misvísandi upplýsingar frá einum starfsmanni til annars,en staða okkar var dálítið sérstök,án þess að farið verði út í það hér.

Í samtali við þjónustufulltrúa VMST sem var á afgreiðsluborði nr. 8 lætur konan þessi orð falla:

,,Þetta er ekki styrktarfélag fyrir fyrirtæki sem gengur illa”,ég bað konuna að endurtaka þetta og pikka það á blað og prenta og láta mig hafa,en það þorði hún ekki að gera,en talaði áfram í dylgjum og með ásökunartón.

Ég þurfti að tyggja upp ýmsar upplýsingar í hana svo að hún gæti unnið eitthvað í málinu og svo þurfti ég að benda henni á að fara nú inn á netið og skoða gögnin um mig þar,sem ég hafði áður skráð inn,en hún virtist ekki kveikja á því.

Kjarni málsins er að þessi kona sýndi mér argasta dónaskap og niðurlægjandi framkomu svoleiðis að manni leið eins og glæpamanni.

Ég lét konugarminn heyra það svo heyrðist vel yfir svæðið að mér líkaði ekki svona hroki og heimska,en það virðist vera orðin lenska að koma svona fram.

Ég sendi yfirmanni VMST Gissuri Péturssyni kvörtunarpóst vegna þessa en því var að sjálfsögðu ekki svarað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband