Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Landeyjarhöfn - Sandeyjarhöfn

Er nú ekki kominn tími til að breyta nafninu á þessari árans sandgryfju og kalla hana réttu nafni, nefnilega Sandeyjarhöfn?
mbl.is Rör brotnaði við dýpkun Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolir það ekki smá hurðaskelli?

Hvað er að þessu liði,þolir það ekki smá hurðaskelli,það ætti nú að fara undirbúa sig undir alvöru áföll því þetta á bara eftir að versna,ég hélt að það veitti ekki af að hafa þessu skrifstofu opna miðað við þörfina.
mbl.is Braut rúðu hjá umboðsmanni skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri afrit - minni hætta á tjóni

Það er ansi oft í fréttum að brotist er inn hjá fólki og einkatölvurnar eru teknar og ofter en ekki er eitthvað mjög dýrmætt í tölvunum eins og handrit eða fjölskyldumyndir.

Alltaf er hægt að vera vitur eftir á,en ég held að það sé góð regla ef tölvueigendur gætu reglulega afritað það verðmætasta og geymt afritið (stundum kallað backup),á öðrum stað,þannig aukast líkurnar á því að gögnin tapist síður í innbrotum.

Það vakti athygli mína að Linda P. skyldi geyma einkatölvu sína á skrifstofunni,en ekki heima hjá sér,maður myndi ekki gera það svona að öllu jöfnu,en auðvitað getur þetta komið fyrir alla.

Svo er spurning hvort þarna séu innbrotsþjófar og glæpagengi að iðka þá taktík að stela hlutum til þess að "selja" þá svo til baka.

Sjá frétt um innbrotið á Vísi

Við mótmælum hugmynd STEFS!

Hvað halda þeir að þeir séu eiginlega hjá STEF,þeir eru nýlega búnir að fá það fram að sett var sérstakt gjald á alla geisladiska sem seldir eru í landinu sem rennur til STEF,er það ekki nóg,þetta er aldeilis út í hött og mun aldrei verða samþykkt af neytendum,svo einfalt er það...

Takið undir mótmæli gegn þessu og farið inn á vefsíðuna Netfrelsi.is og skráið ykkur á undirskriftalistann þar.

1,5 mál á viku - í einu tæknivæddasta samfélagi heims?

Það kom fram á Stöð 2 í gær að illa gengur að vinna úr málum skuldara. Það virðist vera þannig að mikil pappírsvinna er lögð á skjólstæðinga þeirra stofnana ríkissins sem þeir þurfa að leita til.
Ég er sjálfur búinn að sjá þetta hjá til dæmis Sjúkratryggingum,Sýslumanni,Vinnumálastofnun og fleirum.

Það hefur komið fram áður að Ísland er eitt af mörgum tæknivæddustu samfélögum heims og er þá internetið þar stór þáttur.

Það ætti að vera vandalítið og tiltölulega lítil fyrirhöfn að koma málum þannig fyrir að starfsfólk ríkisstofnana geti loggað sig inn í gagnagrunna hjá hverjum öðrum til þess að sækja nauðsynlegar upplýsingar í vinnslu mála fyrir sína skjólstæðinga.

Það myndi spara bæði tíma og peninga,á því er enginn vafi.

Ég veit að til dæmis Vinnumálastofnun samkeyrir gögn hjá Skattinum og svo framvegis.

Ekki er víst að þeir sem leggja línurnar,viti um þá möguleika sem fyrir hendi eru.

Góð grein um neytendabyltingu

Ég ætla að birta hérna grein eftir Agnesi Arnardóttur sem er sjálfstæður atvinnurekandi,en greinin birtist fyrst á Lúgunni á Eyjan.is.

Hérna er greinin:

Það sem er að gerast núna í íslensku þjóðfélagi er ekki til þess fallið að skapa hér lífvænlega búsetu. Hver höndin upp á móti annarri. Krafa um að stjórnvöld og alþingismenn geri eitthvað… eitthvað… eitthvað… En hvað með okkur sjálf.?

Eigum við ekki að gera eitthvað. Eigum við að láta bjóða okkur þetta bull endalaust. Ég hvet ykkur samlandar mínir sem eruð í sömu stöðu og ég að líta í spegill og horfast í augu við ykkur sjálf og spyrja ykkur þeirra einföldu spurninga

„ ætla ég að láta bjóða mér þetta“

„ætla ég að láta troða á rétti mínum og kúga mig til hlýðni“

ef svarið er „ nei.. ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta „

þá er bara eitt ráð við því.Taka ábyrgð á eigin lífi og vera virk.Standa upp úr stólnum, fara frá skjánum og framkvæma.Saman veitum við stjórnvöldum, fjármálastofnunum og fyrirtækjum það aðhald sem þeim er nauðsynlegt til að hér þrífist fjölbreytt og gott mannlíf.

Byrjum á bönkunum… hættum að skipta við stóru bankana,hættum að skapa þeim tekjur… lokum öllum reikningum, launareikningi, kortum og  flytjum okkar viðskipti annað. Það er fullt af litlum Sparisjóðum út um allt land. Að þessu loknu þá hættum við að borga af lánunum okkar hjá þessum stofnunum. Ef þetta dugar ekki til að menn vakni og sjái að það er ekki hægt að bjóða fólki hvað sem er.

Þá förum við öll á sama tíma og lýsum okkur gjaldþrota.Ef við öll 40.000 heimili og  5.000 lítil og meðalstór  fyrirtæki gerum þetta þá virkar það og bankarnir eru neyddir til að semja við okkur. Færa öll ólöglegu gengislánin yfir í íslenskar krónur á því gengi sem var þegar þau voru tekin. Vextir verði síðan í samræmi við það sem þekkist annarsstaðar í nágrannalöndum okkar. Tekið verði viðmið verðtryggingar síðustu 10 árin fyrir hrun og það meðaltal verði notað við leiðréttingu höfuðstóls. Þetta á eingöngu við um útlán. Látið ekki segja ykkur að þetta sé ekki hægt.

Næst þá stoppum við kennitöluflakk. Hættum að skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem stunda kennitöluflakk.Fyrirtæki sem skipta um kennitölu gera það vegna þess að þau ráða ekki við þær skuldir sem hvíla á gömlu kennitölunni. En hver borgar svo þær skuldir??

Þau koma svo aftur út á markaðinn og keppa við hina sem reyna að standa við sitt. Fyrirtæki lifa ekki án viðskiptavina.. munið það. Hvert viljið þið að launin ykkar fari…?  Til stofnana sem ræna ykkur um hábjartan daginn og sniðganga lög eða til fyrirtækja sem hafa aukið skuldabyrgði ykkar  til mikilla muna.

Að lokum stoppum við óhóflegar álögur  frá ríkisvaldinu … hættum að kaupa þær vörur sem eru með óhóflega háum vörugjöldum og stuðla að hækkun vísitölu.

Að vera virkur neytandi kostar þó nokkra vinnu og  er erfitt fyrst en verður svo bara auðveldara. Því fyrr sem stjórnvöld, fjármálastofnanir og fyrirtæki átta sig á því að okkur er alvara og látum ekki bjóða okkur hvað sem er því betra fyrir alla.

Samstaða er mikill máttur…. notum hann!!!!

Höfundur: Agnes Arnardóttir - sjálfstæður atvinnurekandi

Greinin birtist fyrst á Lúgunni


Eina vonin er að mynda breiðfylkingu

Eina von okkar kjósenda/þjóðfélagsþegna er að mynda breiðfylkingu í anda Gnarr eða sambærilega,skipuðu vel völdu fagfólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins og yfirtaka kosningarnar og þar með völdin...ef þetta verður ekki gert,þá getum við gleymt allri framþróun á þessu landi hér eftir.
Það á ekki að halda neinum "gömlum" hagsmunajálkum inn í myndinni,annaðhvert verður hreinsað til eða ekki.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband