Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Mótmæli munu aukast

Það er enginn vafi á því að mótmæli munu harðna þegar fram í sækir,ekki er útlit fyrir það að ríkisstjórnin ásamt fjármálastofnunum séu að liðka til fyrir lántakendum...svo bíðum bara...
oil_barrels1

mbl.is Dregur úr mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyklafrumvarpið verði að veruleika

hus_hafnarfjordurÚr því sem komið er að ekki fæst leiðrétting á forsendubrestinum,af hverju er þá ekki þess krafist meðal annars,af stjórnvöldum,að lyklafrumvarpið nái fram að ganga?

Það er talað um að flöt niðurfærsla sé svo dýr fyrir fjármálastofnanir og ríkið,er þá ekki tilvalið að notast við lyklafrumvarpið þar sem skuldaeigendur geta skilað inn eignunum (og leitað annarra leiða) og allir vinna og enginn tapar,er þetta ekki málið?


Tökum fram tunnurnar!

Það er greinilega búið að gefa ríkisstjórninni nægan tíma í að slá ryki í augun á okkur,þau hafa alltafokur
haldið að við séum hálfvitar,en nú skulum við fara að draga fram tunnurnar aftur og fara fram á nýjar kosningar,þar sem æskilegt væri að breiðfylking venjulegs fólks byði fram krafta sína og yfirtæki kosningarnar og þar með völdin.


mbl.is „Leikritinu er lokið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið hvað hann er líkur Hitler


Tölvubransinn malar gull

Skemmtileg frétt á Vísi um að Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP virðist mala gull, en ársreikningur fyrirtækisins sýnir afar góða stöðu þess. Það er engin spurning um að hægt er að skapa fjöldamörg störf í tölvubransanum,möguleikarnir eru nánast óteljandi en skapa þarf viðunandi aðstæður fyrir tölvufyrirtækin sem hyggjast fara á þessa braut,forsendan fyrir starfseminni er að internettenging við meginlandið  verður að vera bæði traust og öflug,auk skattkerfis sem er réttlátt og sannfærandi.


Er til alveg sandur af seðlum?

Ekki veitir af að halda dýpkunarprammanum við efnið í bókstaflegri merkingu í hafnarmannvirki sem byggt er á sandi.
mbl.is 350 milljónir í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum

vinnumadur
Um 11.547 manns íslendingar eru án atvinnu

Að gefnu tilefni er rétt að rifja upp hvað ríkisstjórnin hefur að markmiði varðandi atvinnumál og atvinnusköpun á landinu.

Lesa má frekar um málið á www.island.is

Aðgerðir

Við skipulagningu endurreisnarátaksins voru hagsmunir landsins alls hafðir að leiðarljósi, jafnrétti kynjanna og aðlögun markaðar að breyttu efnahagsumhverfi.

Bæði er um að ræða skammtímaaðgerðir en einnig átaksverkefni sem koma til með að skila nýjum störfum til frambúðar.

Reikna má með að aðgerðir ríkisstjórnarinnar skapi í það minnsta 4000 störf á ársgrundvelli.

Framkvæmdir hins opinberaÞann 6. mars samþykkti ríkisstjórnin að vinna að framgangi ellefu tillagna frá Stýrihóp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í atvinnumálum til þess að sporna gegn atvinnuleysi, sem gætu skapað 4000-6000 ársverk á næstu misserum.

Átak í atvinnumálum hefur þegar skilað yfir 2.200 störfum
fréttatilkynning iðnaðarráðuneytis 18. júní 2009

Hér er um að ræða störf í byggingariðnaði, framkvæmdir við snjóflóðavarnir, gróðursetningu, grisjun og stígagerð, orkuviðhald og orkusparnað, minni útflutning óunnins fiskjar, hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar, þróunarverkefni í ferðaþjónustu, frumkvöðlasetur í Reykjavík, sérfræðinga af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja, bætta samkeppnisstöðu nýusköpunarfyrirtækja og fjölgun þeirra sem njóta listamannalauna.

Störf í byggingariðnaði
1700 ársverk

Ákvörðun um að halda áfram byggingu tónlistarhússins mun skapa um 600 ársverk. Auk þess verði hraðað útboði á leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins, sem heimildir eru fyrir á fjárlögum, þar sem fokheldu húsnæði verður komið í nýtanlegt form. Slík vinna er mjög mannaflsfrek, og byggingargeirinn telur áhrifa þessa gæta fljótt. Átakið mun skapa 750 ársverk. Tillaga um hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað í 100% hefur þegar verið lögð fyrir Alþingi, og mun hafa jákvæð áhrif á störf í byggingariðnaði. Lagt er til að endurgreiðsla á vsk. verði látin ná til sumarbústaða og bygginga sveitarfélaga. Mat reyndra byggingaverkfræðinga er að aðgerðin skapi amk. 150 störf, en hugsanlega fleiri. Þá hafa reglur um lán Íbúðalánasjóðs til viðhalds félagslegra íbúða verið rýmkaðar, og þegar nýttar að því marki að 200 störf skapast. Vonir standa til að 100 störf til viðbótar skapist vegna frekari nýtingar breytingarinnar, en af varúðarástæðum eru þau ekki reiknuð inn.

Snjóflóðavarnir110 ársverk

Ráðist verði í eftirfarandi framkvæmdir við snjóflóðavarnir:
- Bolungarvík – aukning núverandi verks ............................................. 75 m.kr.
- Fjallabyggð/Ólafsfjörður – snjóflóðagarður....................................... 220 m.kr.
- Fjarðabyggð/Neskaupstaður – snjóflóðagarður.................................. 500 m.kr.
- Ísafjörður – Holtahverfi – snjóflóðagarður........................................ 300 m.kr.
Fjármunir eru til en afla þarf heimilda til að ráðstafa þeim á fjáraukalögum. Áætlað er að 110 ársverk skapist við þessar framkvæmdir hjá verktökum, hönnuðum og eftirlitsaðilum.

Græni trefillinn – stígagerð ofl. í sveitarfélögum
230 ársverk

Samstarfsverkefni Skógræktarfélags Ísland, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og sveitarfélaga um allt land. Verkefnið er vel skipulagt og nær til gróðursetningar, grisjunar og stígagerðar. Í samgöngu- og ráðuneytinu eru þegar markaðar 200 milljónir til stígagerðar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að því yrði varið til verkefnisins, en mögulega þarf að breyta ráðstöfun þess með aukafjárlögum. 2

20 ársverk skapast vegna þessa. Að auki er gert ráð fyrir viðbótarframlögum frá Atvinnuleysistryggingasjóði og sveitarfélögum. Landbrn. hefur jafnframt ákveðið að veita allt að 30 millj. kr. til landshlutaverkefna í skógrækt og áætlar að þeir fjármunir skapi 10 ársverk. Þessu til viðbótar eru í undirbúningi átaksverkefni við grisjun skóga, hreinsun girðinga, og önnur skógræktartengd verkefni. Engin ársverk eru á þessu stigi reiknuð inn vegna þessa.

Orkuviðhald – orkusparnaður
50 – 100 ársverk

Sameiginlegt verkefni iðnaðarráðuneytis, Íbúðalánasjóðs og sveitarfélaga á landsbyggðinni. Frv. þar að lútandi er þegar komið gegnum ríkisstjórn. Styrkir verða veittir til endurbóta á einangrun íbúðarhúsa á svæðum þar sem ríkið greiðir styrki til að lækka húshitunarkostnað, ásamt sérstökum lánum frá Íbúðalánasjóði. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir skapi störf fyrir iðnaðarmenn og framleiðendum innlendra byggingarefna.

Minni útflutningur óunnins fiskjar – bætt nýting sjávarfangs
300 ársverk

Tæplega 60 þús. tonn af fiski voru á síðasta ári flutt út óunnin á erlendan markað. Væri allt þetta magn unnið innanlands skapaði það 1000-1200 störf. Stefnt er að því að ná þeim árangri að fjórðungur þessa magns verði unninn innanlands. Í apríl mun ennfremur liggja fyrir niðurstaða könnunar sem er í gangi sem miðar að því skapa störf og auka verðmæti í íslenskri fiskvinnslu, m.a. með því að færa að landi meira af aukaafla, svo sem hausa og dálka til vinnslu. Ársverk, sem við það skapast, hafa þó ekki verið reiknuð inn á þessu stigi.

Hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar120 – 150 ársverk

Endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar verður hækkað úr 14% í 20%. Vitað er um tvö kvikmyndaverkefni sem eru í burðarliðnum þar sem þessi lagabreyting gæti ráðið úrslitum um það hvort þau verði unnin hér á landi. Þessi verkefni myndu skapa um 120 ársverk auk þess sem þau myndu hafa mjög jákvæði áhrif á ferðaþjónustu og veitingarekstur.
Þróunarverkefni í ferðaþjónustu 50 ársverk
Margþætt verkefni á vegum ríkisstjórnar sem varða styrki til ferðaþjónustu verða öll gangsett fyrir sumarbyrjun. Þau eru á sviði nýsköpunar, menningartengdrar ferðaþjónustu, fræðslu og þróunar heimavinnslu matvæla, endurbóta á aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og úrbóta á ferðamannastöðum. Verkefnin eru unnin af breiðum hópi einstaklinga, fyrirtækja, klasa og sveitarfélaga. Gera má ráð fyrir að allt að 100 manns fái störf við þessi verkefni á árinu 2009 en afleidd áhrif þeirra þegar á árinu 2010 verði tvöfaldur sá fjöldi. Í varúðarskyni eru aðeins 50 ársverk reiknuð inn.

Frumkvöðlasetur í Reykjavík 100 ársverk

Þriðja frumkvöðlasetrið utan Keldnaholts opnar í Reykjavík. Það verður heilsutæknigarður fullbúinn tækjum og aðstöðu fyrir allt að 20 sprotafyrirtæki og 60 manns. Áður opnaði frumkvöðlasetrið Torgið í Austurstræti með aðstöðu fyrir 13 fyrirtæki og Kvosin við Lækjargötu með pláss fyrir allt að 30 fyrirtæki. Tíu fyrirtæki eru búin að koma sér fyrir í Kvosinni og það fjölmennasta hefur 7 sérfræðinga í vinnu. Gert er ráð fyrir að með þessu móti skapist 100 ársverk hið minnsta á þessu ári, og 200 á næsta ári. Í varúðarskyni eru aðeins 100 ársverk reiknuð inn.

Sérfræðingar af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja
300 ársverk

Samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar hefur á rúmum mánuði (frá 23. janúar) skapað 52 störf hjá 18 fyrirtækjum. Búast má við að við lok mars verði störfin orðið hátt í 100. Sprotasamtökin gera ráð fyrir að allt að 300 slík störf verði til á árinu.

Bætt samkeppnisstaða nýsköpunarfyrirtækja
1000 ársverk

Með lagfæringu á skattaumhverfi nýsköpunarfyrirtækja til samræmis við helstu samkeppnislöndin má skapa fjölda starfa í helstu vaxtargreinum atvinnulífsins. Um er að ræða tvenns konar betrumbætur á skattalögum. Annars vegar ívilnanir til fyrirtækja sem stunda viðurkenndar rannsóknir og nýsköpun og hins vegar tímabundinn frádrátt vegna fjárfestinga í viðurkenndum nýsköpunarfyrirtækjum. Mat á fjölgun starfa er byggt á samtölum við forystumenn í greininni, og sérfræðingum iðnaðarráðuneytisins.

Fjölgun þeirra sem njóta listamannalauna33 ársverk
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um listamannalaun sem miðar að því að efla listsköpun með því að fjölga listamönnum sem launa njóta. Gert er ráð fyrir að árslaunum listamanna fjölgi úr 100 í 133 árið 2012.

Staða áformaðra verkefna í iðnaðiÍ meðfylgjandi yfirliti er gerð grein fyrir stöðu verkefna, sem einkaaðilar á markaði áforma, og áhrif geta haft á vinnumarkaði. Einungis eru reifuð verkefni, sem með einhverjum hætti eru í formlegu ákvörðunarferli.

Búðarhálsvirkjun (800 ársverk á byggingatíma)

Öll leyfi eru fyrir hendi til að reisa Búðahálsvirkjun. Leitað er fjármagns til að ráðast í virkjunina. Vonir Landsvirkjunar standa til að framkvæmdir hefjist á næstu 12 mánuðum.

Endurbygging í Straumsvík (300 ársverk á byggingatíma)

Ísal hyggst endurnýja framleiðslubúnað í tveimur elstu kerskálum álversins og við það eykst framleiðslugeta álversins um 40 þús. tonn á ári. Álverið verður tæknilega fullkomnara og umhverfisvænna að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að kosti 330 millj. Bandaríkjadala. Samningaviðræður eru langt komnar við Landsvirkjun um 75 MW rafmagn frá Búðarhálsvirkjun. RTA hefur samið við HRV ráðgjafarverkfræðinga um hönnun og umsjón með öllum breytingum í kerskálunum án erlendrar aðstoðar, og stefnt er að því að nýta íslenska verktaka og þjónustu eins og frekast er kostur. Nú starfa 35 verkfræðingar að hönnun. Gert er ráð fyrir 2,5 ára framkvæmdartíma og að um 260 manns starfi að jafnaði á framkvæmdatímanum.

Fjárfestingasamningur við Verne Holding (60-100 störf, og 150 ársverk á byggingatíma)

Viðræður við Verne Holding um fjárfestingarsamning standa yfir. Framvinda verksins er á ný komin á skrið eftir bankahrunið. Fyrirtækið áformar að reisa gagnaver á Vallarheiði í Reykjanesbæ og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á næsta ári. Áætlað er að fjárfest verði fyrir um 250-300 milljónir Bandaríkjadala í fullbyggðu gagnaveri, og að um 60-100 manns verði ráðnir til starfa í gagnaverinu. Framkvæmdir fyrir fyrsta áfanga munu standa yfir í 12-18 mánuði og munu um 150 manns taka þátt í þeim.

Fjárfestingasamningur vegna BPI-sólarkísils (150 störf og 600 ársverk á bygg.tíma)

Félagið Strokkur Energy í samvinnu við erlenda aðila er að skoða 3 staði á landinu til að reisa hreinkísilverksmiðju. Samningaviðræður um orkukaup eru nú þegar í gangi við tvo orkusala. Leitað hefur verið eftir gerð fjárfestingasamnings sem ásamt viðunandi orkusamningi er lykill að framkvæmd verksins. Stefnt er að samningagerð í sumar og að framkvæmdir hefjist í haust. Um 150 manns munu starfa við fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Fjárfestingarkostnaður er áætlaður um 250 millj. Bandaríkjadalir við fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir 2,5 ára framkvæmdartíma og um 600 ársverkum sem jafngildir að um 250 manns starfi að jafnaði á byggingarstað.

Tomahawk sólarkísill (90 störf, og 400 ársverk á byggingartíma)

Icelandic Silicon Corporation ISC, íslenskt félag í eigu danska félagsins Tomahawk Development fyrirhugar að framleiða 50 þús tonn árlega af kísilmálmi í Helguvík með áform um að framleiða síðar sólarkísil með svipuðum hætti og áður er lýst varðandi BPI. Lokið er mati á umhverfisáhrifum með jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar. Fjárfesting er áætluð um 160.000 USD. Til að byrja með munu 90 menn starfa í verksmiðjunni. Stefnt er að framkvæmdatíma 2010/2011 og að um 150 starfsmenn vinni á byggingarstað í um 2 ár.

Vil benda á pistill á bloggsíðu Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts


Focus - Sylvia - mikilir snillingar


Ekki fleiri nauðgunarskatta takk!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_vefir_efni_allir_vefir_efni_var_andi_skaggar_com_myndir_frettir.jpgJakob hjá STEF segir vegið alvarlega að íslenskum tónlistariðnaði með ólöglegu niðurhali og bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað í málinu.Hundrað krónur á mánuði samsvara einu símtali – og myndu veita notendum aðgang að einhvers konar banka tónlistar sem leiddi þá áfram inn í kauphallir tónlistarinnar þar sem fólk borgar fyrir niðurhal og þjónustu.

Ennþá er 2007 loddara-græðgis hugsunin í kollinum á þessu fólki,100 krónur er ekki lágt gjald og þó það væri bara ein króna,þegar það stendur til að leggja það á alla landsmenn sem nauðgunarskatt,eins og gert er með svokallað útvarpsgjald.

Hvað kemur okkur það við þó að sé verið að stela tónlist á netinu,það er verið að stela öllu "steini léttara" á netinu,hvað með höfundarrétt á myndum á netinu,hvað ætli sé stolið mikið af myndum á netinu á hverjum einasta degi,megum við þá eiga von á því að samtökin Myndform heimti líka að fá sinn sérskatt á alla landsmenn vegna þjófnaðar á myndum á netinu?

Og svo framvegis,hvað ætli sé stolið mikið af allskonar hugmyndum af handverki hjá handverksfólki,ekkert mál setjum á þjófnaðargjald á fyrir handverksfólkið,sérstakt gjald á tengingar vegna þjófnaðar á ritgerðum vegna háskólanáms,OK,setjum á sérstakt forvarnargjald vegna stolinna ritgerða á netinu.

Nei,takk,nú er komið nóg,nú verða þeir hjá STEF og aðrir í svipuðum hugleiðingum að fara að hugsa og reyna að vera svolítið frumlegri til þess að afla sér frekari tekna,hvað ætli STEF sé búið að fá í tekjur af því þvingunargjaldi sem þeir fengu í gegn að láta setja á alla selda geisladiska í landinu og hvernig er þeim peningum varið,væri hægt að fá sundurliðun á því takk?

Og hvað segir talsmaður neytenda um þetta,er það bara sjálfsagður hlutur að klína þessu á okkur neytendur átölulaust?

Ég minni á undirskriftalistann gegn hugmyndum STEF á Netfrelsi.is

Vil svo benda á pistil á bloggsíðu Jens Guð


Að gefnu tilefni - framkoma starfsfólks hjá velferðarstjórninni

Ég vil taka það skýrt fram að mjög líklega er meirihluti starfsfólks hjá hinu opinbera góðir starfskraftar og starfi sínu vaxið,en hinsvegar er alltof mikið um það að kvartað sé undan framkomu þjónusturáðgjafa hjá stofnunum sem eiga að aðstoða þá sem þurfa á því að halda.

Ég ætla að rifja upp heimsókn mína til Vinnumálastofnunar síðastliðið vor:

Ég þurfti að skila inn gögnum hjá VMST á mánudaginn sl. (12.apr.) og það var ekki þrautalaust,í fyrsta lagi var búið að gefa okkur í vinnuhópnum mjög misvísandi upplýsingar frá einum starfsmanni til annars,en staða okkar var dálítið sérstök,án þess að farið verði út í það hér.

Í samtali við þjónustufulltrúa VMST sem var á afgreiðsluborði nr. 8 lætur konan þessi orð falla:

,,Þetta er ekki styrktarfélag fyrir fyrirtæki sem gengur illa”,ég bað konuna að endurtaka þetta og pikka það á blað og prenta og láta mig hafa,en það þorði hún ekki að gera,en talaði áfram í dylgjum og með ásökunartón.

Ég þurfti að tyggja upp ýmsar upplýsingar í hana svo að hún gæti unnið eitthvað í málinu og svo þurfti ég að benda henni á að fara nú inn á netið og skoða gögnin um mig þar,sem ég hafði áður skráð inn,en hún virtist ekki kveikja á því.

Kjarni málsins er að þessi kona sýndi mér argasta dónaskap og niðurlægjandi framkomu svoleiðis að manni leið eins og glæpamanni.

Ég lét konugarminn heyra það svo heyrðist vel yfir svæðið að mér líkaði ekki svona hroki og heimska,en það virðist vera orðin lenska að koma svona fram.

Ég sendi yfirmanni VMST Gissuri Péturssyni kvörtunarpóst vegna þessa en því var að sjálfsögðu ekki svarað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband