Stokkhólmsheilkennið hrjáir marga

84289055Það er orðin viðtekin venja hjá þeim sem eru stjórnendur og áhrifamenn og konur hér á landi að benda sífellt á aðra og hvað aðrir hafa gert og ekki gert.

Það er talað mikið og blaðrað en það eru verkin sem tala.

Staðreyndin er sú að verkalýðshreyfingin á landinu er handónýt með fáum undantekningum og ætti að skammast sín fyrir að standa ekki betur með launafólki í landinu og fyrir að taka ekki harðari afstöðu á móti mörgum fáránlegum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eins og það að mylja smám saman niður allt velferðarkerfið eins og sjáanlega er verið að gera þessi misserin.

Nei,það er þannig að þeir sem eiga að stjórna landinu virðast sjálfir vera í gíslingu banka og fjármálastofnana,því að ekki er útlit fyrir það að leiðrétta eigi afleiðingar forsendubrestsins sem myndaðist eftir hrunið,heldur eru okkur sífellt færðar sýndaraðgerðir til þess eins að kaupa tíma.

Hvað finnst fólki um það að Vinnumálastofnun er að greiða hátekjufólki atvinnuleysisbætur?

Nokkur hópur hátekjufólks þáði atvinnuleysisbætur í fyrra. Sumir þénuðu meira en 10 milljónir króna en þáðu þó bætur einhvern hluta ársins.

Tæplega 28 þúsund manns fengu greiddar út atvinnuleysisbætur í fyrra, um 4.000 þeirra höfðu engar aðrar tekjur. Rúmlega eitt þúsund höfðu heldur engar aðrar tekjur árið á undan. Voru semsagt atvinnulausir allt árið 2008 og allt árið 2009. Tölurnar eru unnar upp úr skattskýrslum.

Sjá nánar grein á vef RÚV

Bendi á góðan pistil hjá Eygló Harðardóttur


mbl.is Tóku atvinnumálin í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband