Vinnumálastofnun auglýsir eftir fúskurum

vinnumadurStarf iðnaðarmanna er ekki mikils metið,það getur nánast alls konar fólk þóst vera iðnaðarmenn og senn verður það talið vera óþarfi að fara í skóla til þess að læra tökin.

Vinnumálastofnun auglýsir af kappi eftir iðnaðarmönnum sem áreiðanlega er hægt að borga eitthvað lítið kaup,en eins og sjá má í auglýsingu,ég hef vakið athygli á því við bæði fólk frá Samiðn,VMST og Samtökum atvinnulífsins á því að ekkert samstarf er á milli Vinnumálastofnunar og stéttarfélaganna um það til dæmis hvort verið er að ráða fólk á því kaupi sem því ber samkvæmt kjarasamningum,en ekki hefur borið á því að áðurtaldir aðilar hafi áhuga á þessu atriði.

En hérna er ein af mörgum auglýsingum sem hefur verið birt á vef VMST þar sem óskað er eftir iðnaðarmönnum sem þurfa ekkert frekar að kunna eða geta neitt:

Byggingarverkamaður, ósérhæfður

Byggingavinna / Construction work

Fyrirtæki/stofnun: 6705051890 Húsið þitt ehf

Húsið þitt ehf. á Eskifirði vantar fjóra menn í byggingarvinnu. Endurbætur, viðgerðir, uppsláttur og múrverk. Sveinsprófs eða reynslu er ekki krafist en er þó mikill kostur. Laun miðast við menntun og fyrri reynslu. Mikil vinna, 50 tímar plús á viku.

The construction company Húsið þitt ehf. in Eskifjordur in East Iceland needs four men for construction work. Renovations, repairs, mould construction and masonry. Journeymans examinations and/or experiance is not necessary but is a big plus. Salary according to education and experience. A lot work, 50 hours plus per week.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband