Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Vinnumálastofnun auglýsir eftir fúskurum

vinnumadurStarf iðnaðarmanna er ekki mikils metið,það getur nánast alls konar fólk þóst vera iðnaðarmenn og senn verður það talið vera óþarfi að fara í skóla til þess að læra tökin.

Vinnumálastofnun auglýsir af kappi eftir iðnaðarmönnum sem áreiðanlega er hægt að borga eitthvað lítið kaup,en eins og sjá má í auglýsingu,ég hef vakið athygli á því við bæði fólk frá Samiðn,VMST og Samtökum atvinnulífsins á því að ekkert samstarf er á milli Vinnumálastofnunar og stéttarfélaganna um það til dæmis hvort verið er að ráða fólk á því kaupi sem því ber samkvæmt kjarasamningum,en ekki hefur borið á því að áðurtaldir aðilar hafi áhuga á þessu atriði.

En hérna er ein af mörgum auglýsingum sem hefur verið birt á vef VMST þar sem óskað er eftir iðnaðarmönnum sem þurfa ekkert frekar að kunna eða geta neitt:

Byggingarverkamaður, ósérhæfður

Byggingavinna / Construction work

Fyrirtæki/stofnun: 6705051890 Húsið þitt ehf

Húsið þitt ehf. á Eskifirði vantar fjóra menn í byggingarvinnu. Endurbætur, viðgerðir, uppsláttur og múrverk. Sveinsprófs eða reynslu er ekki krafist en er þó mikill kostur. Laun miðast við menntun og fyrri reynslu. Mikil vinna, 50 tímar plús á viku.

The construction company Húsið þitt ehf. in Eskifjordur in East Iceland needs four men for construction work. Renovations, repairs, mould construction and masonry. Journeymans examinations and/or experiance is not necessary but is a big plus. Salary according to education and experience. A lot work, 50 hours plus per week.


Icesave: Ólafur Ragnar skar okkur niður úr snörunni!

150170_361486350574498_1847870531_nÞeir sem vilja veg ríkisstjórnarinnar meiri,kjósa einfaldlega Þóru,en nú eru miklar líkur á að Icesave-málið illræmda vinnist gegn ESA,Ólafur Ragnar skar okkur niður úr snörunni á sínum tíma,ekki gleyma því,höldum okkur í samtímanum og verum ábyrg og kjósum Ólaf Ragnar sem næsta forseta Íslands...!

Hérna til hliðar eru niðurstöður úr útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 18 maí s.l. en þar er venjulegt fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem svarar spurningunni: Hvern af eftirtöldum viltu sjá sem forseta Íslands næsta kjörtímabil?

Ólafur Ragnar Grímsson er þar með 56% atkvæða.

Ég held að þetta verði raunin þegar upp verður staðið...!

360.is - Nýtt útlit og áherslur á vefnum



360.is  kynnir til sögunnar breytt útlit og uppbyggingu á vefnum,þar sem meiri áhersla er lögð á smáauglýsingar.

Skilvirkara smáauglýsingakerfi fyrir ókeypis smáauglýsingar.

Nú er auðveldara að setja inn auglýsingar,þar sem mögulegt er að breyta,skoða og eyða smáauglýsingu að vild og getur notandinn einnig sett þær í viðeigandi flokk.

Áhrifaríkt er að setja mynd með smáauglýsingu,en hún birtist þá efst á forsíðunni.

Nú geta allir auglýsendur sent smáauglýsingarnar á Facebook,Google + og Twitter.

RSS - streymi er fyrir allar smáauglýsingar og er slóðin
hérna


Hönnuður að smáauglýsingakerfinu og forritari er Sumarliði Einar Daðason
www.smali.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband