Laugardagur, 16. apríl 2011
Rúv,takk fyrir uppbyggilega og góða kvikmynd!!
Sjónvarpsstöð allra landsmanna sýndi danska sjónvarpsmynd í gærkvöldi sem fjallaði um glæpastarfsemi í Danmörku,í sem stystu máli þá hætti ég að horfa þegar átti að fara að skera niður lík manns,eins og í sláturhúsi væri.
Sjónvarpsstjóri Rúv fékk nýverið sent bréf frá einum skattgreiðanda þessa lands þar sem hann gagnrýndi sjónvarpsstjórann harðlega fyrir efnisval í sjónvarpi,en hann fékk til baka svar þar sem dylgjað var um heilsufar gagrýnandans.
En nú er spurningin með menningarlega hlutverk og skyldur Rúv,fellur svona viðbjóður eins og var á dagskránni í gærkvöldi,undir þann lið eða er hægt að bjóða okkur upp á hvað sem er,kannski vegna þess að það er svo ódýrt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook