Miðvikudagur, 20. október 2010
Hálfvitar byggja óvita
Gott dæmi um óhemjuskapinn,agaleysið,skipulagsleysið,græðgina,amatörismann,
mikilmennskubrjálæðið og frekjuna þegar byggingarverktakarnir rændu völdum
vopnaðir "lánum" frá innistæðulausum bönkunum.
mikilmennskubrjálæðið og frekjuna þegar byggingarverktakarnir rændu völdum
vopnaðir "lánum" frá innistæðulausum bönkunum.
Fáviti og hálfviti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spyr sá sem ekkert veit og sleppir öllum neikvæðum lýsingarorðum.
Án þess að ég hafi skoðun á Höfðarorgsbyggingunni sem slíkri en hefði ekki hreinlega verið einfaldara að færa vitann yfir á Höfðatorgsbygginguna ?
Neytandi (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:53
Jú,fljótt á litið lítur það þannig út,en ég veit ekki nákvæmlega hvernig þau mál eru,það er kannski ekki svo einfalt,en kjarni málsins er hvernig var staðið að þessu og svo mörgu öðru í byggingabransanum á þessum tíma og ennþá í dag.
Kristján Jón Sveinbjörnsson, 20.10.2010 kl. 12:19
Ef færa á vita, þarf að breyta sjókortum.
Guðmundur Jónsson, 20.10.2010 kl. 12:29
Takk fyrir þetta Guðmundur,mig grunaði að málið væri ekki alveg svona einfalt.
Kristján Jón Sveinbjörnsson, 20.10.2010 kl. 13:23
samkvæmt vitalögum má rífa turninn niður
daniel (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:18
Ef það yrði gert þá yrði Reykjavíkurborg líklega bótaskyld fyrir að hafa leyft byggingu turnsins á þessum stað. Þetta er það sem kallast skipulagsmistök.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2010 kl. 16:54
""Ef það yrði gert þá yrði Reykjavíkurborg líklega bótaskyld fyrir að hafa leyft byggingu turnsins á þessum stað. Þetta er það sem kallast skipulagsmistök.""
Til hvers er hönnuðurinn sem skrifaði upp á teiknigarnar nafni, ef opinberir aðilar eiga hanna hana.
Guðmundur Jónsson, 20.10.2010 kl. 17:18
Það ætti að vera nokkuð ljóst hvað ég er að fara með mínum orðum.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 20:19