Fleiri afrit - minni hætta á tjóni

Það er ansi oft í fréttum að brotist er inn hjá fólki og einkatölvurnar eru teknar og ofter en ekki er eitthvað mjög dýrmætt í tölvunum eins og handrit eða fjölskyldumyndir.

Alltaf er hægt að vera vitur eftir á,en ég held að það sé góð regla ef tölvueigendur gætu reglulega afritað það verðmætasta og geymt afritið (stundum kallað backup),á öðrum stað,þannig aukast líkurnar á því að gögnin tapist síður í innbrotum.

Það vakti athygli mína að Linda P. skyldi geyma einkatölvu sína á skrifstofunni,en ekki heima hjá sér,maður myndi ekki gera það svona að öllu jöfnu,en auðvitað getur þetta komið fyrir alla.

Svo er spurning hvort þarna séu innbrotsþjófar og glæpagengi að iðka þá taktík að stela hlutum til þess að "selja" þá svo til baka.

Sjá frétt um innbrotið á Vísi

Við mótmælum hugmynd STEFS!

Hvað halda þeir að þeir séu eiginlega hjá STEF,þeir eru nýlega búnir að fá það fram að sett var sérstakt gjald á alla geisladiska sem seldir eru í landinu sem rennur til STEF,er það ekki nóg,þetta er aldeilis út í hött og mun aldrei verða samþykkt af...

1,5 mál á viku - í einu tæknivæddasta samfélagi heims?

Það kom fram á Stöð 2 í gær að illa gengur að vinna úr málum skuldara. Það virðist vera þannig að mikil pappírsvinna er lögð á skjólstæðinga þeirra stofnana ríkissins sem þeir þurfa að leita til. Ég er sjálfur búinn að sjá þetta hjá til dæmis...

Góð grein um neytendabyltingu

Ég ætla að birta hérna grein eftir Agnesi Arnardóttur sem er sjálfstæður atvinnurekandi,en greinin birtist fyrst á Lúgunni á Eyjan.is. Hérna er greinin: Það sem er að gerast núna í íslensku þjóðfélagi er ekki til þess fallið að skapa hér lífvænlega...

Eina vonin er að mynda breiðfylkingu

Eina von okkar kjósenda/þjóðfélagsþegna er að mynda breiðfylkingu í anda Gnarr eða sambærilega,skipuðu vel völdu fagfólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins og yfirtaka kosningarnar og þar með völdin...ef þetta verður ekki gert,þá getum við gleymt allri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband