1,5 mál á viku - í einu tæknivæddasta samfélagi heims?

Það kom fram á Stöð 2 í gær að illa gengur að vinna úr málum skuldara. Það virðist vera þannig að mikil pappírsvinna er lögð á skjólstæðinga þeirra stofnana ríkissins sem þeir þurfa að leita til.
Ég er sjálfur búinn að sjá þetta hjá til dæmis Sjúkratryggingum,Sýslumanni,Vinnumálastofnun og fleirum.

Það hefur komið fram áður að Ísland er eitt af mörgum tæknivæddustu samfélögum heims og er þá internetið þar stór þáttur.

Það ætti að vera vandalítið og tiltölulega lítil fyrirhöfn að koma málum þannig fyrir að starfsfólk ríkisstofnana geti loggað sig inn í gagnagrunna hjá hverjum öðrum til þess að sækja nauðsynlegar upplýsingar í vinnslu mála fyrir sína skjólstæðinga.

Það myndi spara bæði tíma og peninga,á því er enginn vafi.

Ég veit að til dæmis Vinnumálastofnun samkeyrir gögn hjá Skattinum og svo framvegis.

Ekki er víst að þeir sem leggja línurnar,viti um þá möguleika sem fyrir hendi eru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband