Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Skrifum á undirskriftalistann fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu!

Dögun hefur hleypt af stokkunum undirskriftarsöfnun til að skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða. Verði Alþingi ekki við áskoruninni verður hún ásamt þeim undiskriftum sem safnast færðar forseta Íslands sem áskorun um að synja staðfestingar nýjum lögum um stjórn fiskveiða.

Hægt er að skrifa undir hér: http://www.xdogun.is/askorun/

Umsögn Dögunar um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar má lesa hér. Dögun gefur málinu rökstudda falleinkunn.


Þóra á ekkert erindi á Bessastaði

Þóra á ekkert erindi á Bessastaði,hún er of ung,hún er allt of meinlaus,hún þarf að einbeita sér alveg 100% að hagsmunum þjóðarinnar,sem veitir ekki af,hún verður með hóp af börnum sem þurfa að fá 100% athygli líka,svo verður þetta aukakostnaður fyrir okkur skattborgara vegna stórrar fjölskyldu sem þarf sérmeðferð,allt gott um Þóru að segja,gaman væri samt að vita hver skyldi hjálpa henni með 30 milljónir til þess að fjármagna framboðið,er það Samfylkingin eins og sumir vilja meina,en hún ætti að bíða með þetta og reyna eftir svona 16 ár!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband