Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sorglegt hvað Bónus sýnir þessum krökkum litla virðingu

Fréttin í Fréttablaðinu og Vísir.is um það þegar Árni Kristinn sem er í 10. bekk Öskjuhlíðarskóla kom með 22 innkaupakerrur til Bónus sem hann var búinn að hafa fyrir að finna og skila,er til þess fallin að gera fólk pirrað og reitt yfir því hversu miklir grútar Bónusmenn eru,að geta nú ekki séð sóma sinn í því að greiða drengnum almennilega fyrir viðvikið,þó ekki væri nú nema fyrir það að fréttin liti betur út svo ekki sé nú talað um að drengurinn fengi minnsta kosti sanngjarnt tímakaup fyrir vinnuna við að koma kerrunum til Bónus.

Hefði það nú verið ofrausn að greiða Árna Kristni svona að lágmarki,einn tíunda hluta andvirðis vagnanna,svona 24.-27.000.kr. sem er áreiðanlega ekki fyrir tímakaupinu fyrir björgunaraðgerðina ef maður gefur sér það að lágmark einn klukkutími,jafnvel tveir hefðu farið í hverja kerru,þá gera það 22-44 klst. mínus skattar og skyldur,ef um venjulega verkamannavinnu væri að ræða.

Svo mætti vel ímynda sér að Bónusmenn skrifi tap á týndum kerrum sem rekstrarkostnað í bókhaldinu.

Sjá frétt á Vísir.is

Er kallinn þá ekki búinn að fara hringinn?

Hvað höfum við nú með svona fólk að gera á alþingi,sem stekkur í burtu í fýlukasti ef á móti blæs?
mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband