Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Þú ættir nú ekki að vera með hótanir!
Ég fékk upphringingu frá þjónustustúlku Kaupþings vegna þess að ég ætlaði að fá skuldbreytingu á verðtryggðu láni mínu,eins og svo margir.
Ég tjáði henni hvernig þetta blasti við mér,að eftir eitt ár þá væri greiðslan komin upp í xxx.xxx kr. á mánuði með sama framhaldi og þar sem mikil óvissa væri með atvinnu hjá iðnaðarmönnum þá gæti ég ekki staðið í skilum á þessum nótum og ég þyrfti að fá láninu breytt.
Það er ekki hægt að lengja í 40 ára láni,en þú getur sótt um greiðslujöfnun,en hún skilar ca. 5.000 kr. afslætti á mánuði,sagði þjónustustúlkan með hlutlausri róbótarödd sinni.
Ef ég fer á hausinn,þá eruð þið að tapa nokkrum milljónum,því fasteignin mín hefur hríðfallið í verði og þið tapið mismuninum,sagði ég við þjónustustúlkuna.
Þú ættir nú ekki að vera með hótanir,sagði stúlkan þá.
Þú ættir nú ekki að koma svona fram við kúnnana og vera að segja að ég sé með hótanir,sagði ég,því þið eigið nú sjálf að vita betur,því að þetta er borðliggjandi reikningsdæmi,eins er með fjölda fólks í sömu sporum.
Samkvæmt þessu og fréttum af lánagreiðendum sem koma að lokuðum dyrum,gott fólk,þá er ekkert verið að koma til móts við borgara landsins hjá bönkunum og við verðum pínd,þangað til við getum ekki meira,því er það umhugsunarefni að vera lengur á landinu.
Halda verður áfram að mótmæla og andæfa og knýja fasistana til þess að flauta til kosninga fyrr en síðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook