Ruglið í kringum tónleikana

Það skal tekið fram strax að Eric Clapton stóð að sjálfsögðu við sinn hlut og var tónlistin og bandið algjörlega frábært í alla staði og hljómurinn ágætur!

En það verður að tala um ruglið og vitleysuna hjá "skipuleggjendum" tónleikanna.

Maður hefði haldið að menn hefðu lært af reynslunni frá tónleikum Metallica hérna um árið,þegar húsið (Egilshöll) var fyllt af 18.000 lifandi manneskjum í gjörsamlega loftlausu húsinu.

Nei,nei það var nákvæmlega sama upp á teningnum núna,sá sem þetta skrifar,gafst upp um kl. hálf ellefu vegna loftleysis,flökurleika og höfuðverkja og fór út úr byggingunni fljótlega og var þá straumur fólks út úr salnum.

Húsið er ekki hannað fyrir þessar aðstæður,að fylla það af fólki sem þarf að anda að sér súrefni.
Loftræsting sem þarna er,ræður ekki við þessar aðstæður,hins vegar er húsið alveg kjörið til þess að búa til peninga með litlum tilkostnaði,þ.e. í praxis hægt er að smala þvílíkum fjölda fólks saman á einn stað og taka fyrir það greiðslu.

Manni dettur í hug hvað hefði verið gert og sagt ef tíu til fimmtán þúsund hundum hefði verið smalað inn í húsið og haldið þar í svona sex tíma við sömu aðstæður og voru á tónleikunum.
Sennilega hefðu borist einhverjar kærur vegna illrar meðferðar dýranna.

Annað vakti athygli,sem var svolítið hjákátlegt,í veitingasölunni var hægt að kaupa vatn á flösku,gott og vel,en þegar þú fékkst flöskuna var búið að taka tappann af henni og henda.
Aðspurð hvort maður fengi ekki tappann með flöskunni var svarið að þetta væri vegna öryggisreglna.
Hvað meinar fólkið? - Var hætta á að flöskunni yrði hent upp á svið eða hvað,hefði þá ekki verið meira öryggi í því að afhenda manni þá bara tappann og henda flöskunni?

Einnig var þetta nú skrýtið að sjá,að hellt væri í glös fyrir þúsundir í veitingasölunni,allan þann tíma sem það nú tók.

Hvað skyldi Grímur fara með heim í veskinu?
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Clapton hefur ákveðið að spila Tears in Heaven ekki oftar á tónleikum. En annars um tónleikana þá voru þeir sú besta skemmtun sem ég hef farið á lengi. Ég er þó sammála með afgreiðslu á drykkjum sem var út í hött. Ein stúlka að afgreiða bjór, hún þurfti bæði að opna bjórinn, hella í glösin og afgreiða gestina í stað þess að einhver annar hefði séð um að gera glösin tilbúin. En ég keypti bara vatn og mér fannst það dálítið dýrt að borga 300 krónur fyrir 1/2 líter af vatni. Bílastæðargl var líka í gangi. Fullt af stæðum stóðu ónótuð á meðan fólki var gert að keyra bíla sína eitthvert langt út á tún eða að fólk þurfti að leggja bílum sínum við N1 sjoppuna all langt í burtu á meðan hægt hefði verið að koma fyrir tugum ef ekki hundrað bílum á planið beint fyrir framan húsið. Ég fékk þá skýringu að planið fyrir framan húsið væri ætlað fólki sem væri að vinna þarna. Ég gruna hins vegar að þetta stæði hafi verið ætlað einhverum fyrirmönnum. En samt frábærir tónleikar hjá Clapton, mér fannst hins vegar ekki neitt rosalega gaman af Ellen. Fyrsta lagið sem hún spilaði var reyndar ansi þétt og gott lag og sömuleiðis lagið hans KK en annað fór fyrir ofan garð og neðan.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:23

2 identicon

Það að kasta fullri flösku af vatni með tappa skrúfaðan upp á svið, skapar augljóslega meiri hætti en ef tappinn er ekki á.  Ef enginn er tappinn, þá spýtist vatnið úr, flaskan hringsnýst og missir marks.  Þessar öryggisráðstafanir eru þekktar um allan heim.

Lolli (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:49

3 identicon

Í útlöndum allt betra?

Já rétt.. margt í skipulaginu skringilegt... og skrítið að allt virðist pottþétt á stórtónleikum erlendis hvort sem maður er í Eistland (þar sem ég sá Dylan í vor) eða annarsstaðar. Hjá Eistum gat maður í rólegheitum keypt sér veitingar hvenær sem var. Engin hitasvækja.

Og eitthvað grunar mig að erfitt hefði verið að komast út úr höllinni ef eitthvað hefði komið uppá. Fólk þurfi að labba upp þröngar tröppur til að komast út. En getur það verið???? Að öryggismál Egilshallar séu ekki í lagi.

En frábærir tónleikar hjá goðinu (eða öllu heldur guði eins og Clapton er stundum kallaður).

Sigmar Þormar, Kópavogi 

Sigmar Þormar (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:56

4 identicon

Ég er þess fullviss að ef vinnueftirlitið hefði gert súrefnismælingu á staðnum hefði húsið verið rýmt

Guðrún (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:38

5 identicon

Ég var að vinna á þessum tónleikum og ég var að vinna baksviðs með Clapton, ef e-ð hefði farið úrskeiðis voru risavaxnar hurðar sem voru nógu stórar til að keyra inn 4 vörubíla, þ.e.a.s. nánast helmingur bakhliðarinnar, opnaðar sitthvorum megin við sviðið og fólki hleypt þar út. 

Og svo fór Clapton ekki fyrr en ætlað var af sviðinu

Hann sagðist ætla að byrja kl 9 og byrjaði að spila á mínútunni, og ætlaði að hætta kl 11 og hætti kl 11. hann spilaði seinasta lagið korter í, fór af sviðinu fékk sér að drekka og lét klappa sig upp, tók síðan seinasta lagið og hætti nánast á slaginu 11. 

Hann fór ekki út sökum loftleysis eða hita. Hann fór út því hann var búinn að spila.

vörður (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 09:37

6 identicon

Að sjálfsögðu verður þú Vörður að hjálpa til við að klóra yfir skítinn,þó það nú væri sjálfur starfsmaðurinn,það má alveg taka tillit til þess.

Kristján (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:57

7 identicon

Mér fannst Clapton frábær á þessum tónleikum en mér fannst þeir sem að þessu stóðu til skammar. Fyrir utan það að ef maður ætlaði að fá sér eitthvað að drekka þá var klukkutíma bið eftir því. Einnig fannst mér þessi gríðarlega stóri inngangur inná A svæði alveg fáranlegur og það að þar var ekki selt neitt þannig fólk þurfti alltaf að vera að fara og koma og ekki var það bætandi.

Ég var vitni að því þar sem einn gæslumaðurinn var næstum því búinn að snúa niður um 60 mann þar sem hann var að "troðast" inná A svæði en hann var búinn að bíða í 15-20 mín eftir að komast þar inn.

Allt saman frekar lélegt að mínu mati. 

Garðar (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband