Laugardagur, 17. maí 2008
50.000. manna tónleikar?
Það verður gaman í afmælisveislu Hafnarfjarðarbæjar,það er engin spurning um það og það eru atvinnumenn sem sjá um skipulagningu viðburða,en maður spyr sig eftir að hafa lesið viðtal við bæjarstjórnendur um hátíðina í Fréttablaðinu hvort þetta geti virkilega verið rétt eða er fólkið ekki með réttu ráði.
Ætlar það virkilega að stefna fimmtíu þúsund manns inn í mitt íbúðahverfi á Víðistaðatúnið?
Maður hlýtur að álykta sem svo að það sé búið að gera ráð fyrir því hvar allt þetta fólk á að geyma bílana sína á meðan á tónleikunum stendur,svo eitthvað sé nefnt,ekki kemur allt þetta fólk á reiðhjólunum sínum,þrátt fyrir hátt eldsneytisverð og okur.
Það er nógu slæmt ástandið þegar haldnar eru innanbæjarhátíðir svo sem þjóðhátíðardagurinn 17.Júní á Víðistaðatúni,því þá er ekkert hlaupið að því að komast þangað og leggja bílnum,svo ekki bætist nú við nokkrir tugir þúsunda í viðbót.
Hvernig verður svæðið skipulagt? - Hvar verður sviðið staðsett og hvernig verður öryggisgæsla á tónleikunum? - Og svo mætti áfram spyrja.
Er ekki mögulegt að notast við allar íþróttahallirnar og mannvirkin dýru og fínu sem standa meira og minna tómar,en eru illa nýttar á kappleikjum eða að minnsta kosti ekki nema lítill hluti bæjarbúa sem þangað mætir reglulega.
Afmælishelgin verður haldin hátíðleg 29. maí til 1. júní. Ber hátíðin heitið Heimboð í Hafnarfjörð, en hugmyndin að baki þeirri nafngift er sú að Hafnfirðingar bjóði landsmönnum öllum í heljarinnar afmælisveislu. Hápunkturinn verður að teljaststórtónleikarnir Hafnarfjörður rokkar sem fara fram á Víðistaðatúni laugardaginn 31.
Við reiknum með þrjátíu til fimmtíu þúsund gestum á tónleikana. Víðistaðatúnið er stórt og mikið og í raun algjör kjöraðstaða til að halda svona tónleika.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook