Meira um "tryggingar" Sjóvá - Samverk/Kambar

#sjova
Uppfært framhald af greininni um vinnubrögðin hjá Sjóvá vegna síendurtekins tjóns á gleri á sögulega stuttum tíma.
https://krissiblo.blog.is/blog/krissiblo/entry/2299237/

Hérna er álit frá Neytendasamtökunum um málið:

Í skilmálum húseigendatryggingar Sjóvá má finna sér kafla sem ber heitið – Glertrygging.

Virðist þar gengið út frá því að uppgjöri sé almennt háttað þannig að tjónþoli fái greiddar bætur sem miða við verð á nýju gleri ásamt ísetningarkostnaði. Í þínu tilfelli hefur tryggingarfélagið aftur á móti til þessa og af því gefnu að ég skilji málavexti rétt, þess í stað sjálfir fundið þriðja aðila í verkið (Samverk).

Á sú framkvæmd sér stoð í almennum skilmálum tryggingarfélagsins líkt og bent er á í síðasta svari þeirra;

”Félagið ákveður hverju sinni hvort greiddar eru bætur vegna hlutatjóns, það er viðgerðarkostnaðar eða verðmætisrýrnunar, eða bætur vegna altjóns. Félaginu er í sjálfsvald sett hvort það lætur gera við skemmda muni á eigin kostnað eða hvort það greiðir vátryggða eða tjónþola bætur fyrir viðgerðarkostnað samkvæmt framlögðum reikningum eða samkvæmt áætlun.”

Hvað fyrstu spurningu þína varðar þá virðist það því sem svo að uppgjörið sem tryggingarfélagið leggur til sé í samræmi við framangreinda skilmála.

Það sem vekur þó einna helst mína eftirtekt er að í síðasta svarinu frá Sjóvá sem þú lést fylgja með fyrirspurn þinni, virðist sem þeir séu að ýja að því að ástæða þess að rúðurnar séu ítrekað að brotna megi rekja til ”öldrunar á gluggaramma” eða hönnunar. Það er, og líkt og kemur jafnframt fram í svarinu – sé ekki að rekja til utanaðkomandi þátta eða galla.

Fyrir mitt leyti þá er þetta spurningin sem þarf að fá svar við og alveg vert að velta því upp hvort það sé þá mögulega vert að fá einhvern utanaðkomandi aðila í að meta það hvað sé raunverulega að valda því að rúðurnar séu að brotna. Því ef það er ”öldrun á gluggaramma” ætti tjónið væntanlega með vísan í framangreinda skilmála að falla utan bótaábyrgðar – en ef það hefur verið einhver annmarki við ísetningu hjá umræddum aðila – eða gler/rúður haldnar einhverjum galla – myndi ég telja fremur ósanngjarnt að sjálfsábyrgð kæmi hér til skoðunar enda mætti þá fremur færa rök fyrir því að þjónustan / framkvæmd bótauppgjörsins hafi þá jafnframt verið haldin galla.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta álit var sent til Sjóvá í tölvupósti ásamt þessari athugasemd:
Þetta staðfestir það sem ég hef bent tryggingafélaginu á að ekkert liggur fyrir sem styður þessar fullyrðingar þess.
Það sem blasir hinsvegar við er að sönnunarbyrðin liggur hjá tryggingafélaginu og ef það ætlar að halda þessu til streitu þá þarf það að ráða verkfræðistofu á þess kostnað til þess að gera nákvæma úttekt á þeim þáttum sem tengjast tjónunum og hvað varðar gluggann sjálfan þá er hann skilgreindur sem sameign samkvæmt lögum um fjöleignahús og er því á forræði húsfélagsins þannig að þið verðið að setja ykkur í samband við stjórnendur þess eins og ég benti starfsmanni á strax.
Tryggingafélagið er hvatt til þess að vinna hratt og vel í málinu því það bíður tjón óbætt og óviðgert, innri skífan á rúðunni er alltaf að springa meira og meira með aukinni slysahættu í íbúðinni.

Þrátt fyrir að engin fagleg skoðun eða úttekt hafi farið fram svarar Ólafur Þór Ólafsson hjá Sjóvá:
Við höfum ekkert að athuga við álit og vangaveltur sem fram koma í minnispunktum Neytendasamtaka og erum í raun sammála þeim í megin atriðum.
Við teljum þó að verkefnið sé þitt eða ykkar húseigenda að greina orsök og færa sönnur á hvað veldur ítrekuðum glerbrotum. Við líkt og þú viljum allra helst sjá farsæla niðurstöðu í þessu máli, okkur þykir þó óráðlegt að gera þessi glerskipti enn og aftur án þess að gengið sé úr skugga um hvað veldur ítrekuðum rúðubrotum.
Okkur þykir ágæt hugmynd að fá verkfræðistofu til að gera úttekt á því hvað veldur, það verkefni er þó sem fyrr segir á ábyrgð húseiganda sjálfra. Tjón sem rekja má til skyndilegra og óvæntra atburða fást svo að sjálfsögðu bætt úr tryggingu líkt og áður í samræmi við gildandi skilmála hverju sinni.

Þarna ætlast tryggingafélagið til þess að húseigandi/eigendur sanni fullyrðingar sem starfsmenn Sjóvá komu með sjálfir sem er með ólíkindum.
Ólafur var aftur minntur á að hafa samband við húsfélagið sem hefur forræði yfir glugganum sem er sameign í fjölbýli og einnig var hann minntur á að vinna hratt og vel í málinu því tjónið biði óbætt og óviðgert og innra glerið alltaf að springa meira og meira með tilheyrandi slysahættu innan íbúðar.

Aftur kom svarpóstur frá Ólafi Þór Ólafssyni hjá Sjóvá:

Tjónstilkynningin er frá þér komin, við erum þ.a.l. að eiga samskipti við þig. Sjóvá mun ekki eiga frumkvæði að samskiptum við húsfélagið vegna þessa máls.

Þar með er Sjóvá búið að stöðva þetta mál og alls óvíst hvort eða hvenær tjónið verður bætt.

Smellið á mynd til þess að stækka.

samsett_gluggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband