Alíslenskir galdrar - útlendingar buðu Jóhönnu og Steingrími til kvöldverðar

20090921170413972
Útlendingar  buðu Jóhönnu og Steingrími  til kvöldverðar ásamt fleirum forsætisráðherrum og fjármálaráðherrum víðs vegar að úr um heiminum.
 
Þetta var glæsilegasta borðhald sem hafði sést og var allt úr skíra gulli sem notað var. Þegar Steingrímur var búinn með súpuna sneri hann sér að Jóhönnu og hvíslaði að henni:
 
,,Þar sem við erum svo skuldug og auralítil ættum við nú ekki að taka með okkur gullskeiðarnar til að minnka skuldirnar".
 
,,Ó Steingrímur það get ég ekki,það er svo óviðeigandi".
 
,,Ókei" sagði Steingrímur en stakk samt í vasann skeiðinni.
 
,,Jæja þá" sagði Jóhanna og tók skeiðina upp,en rak hana þá í glasið sitt.
 
Á augabragði voru öll augu á Jóhönnu.
 
,,Æ æ hvað er ég búin að koma mér í en þetta reddast"sagði Jóhanna.
 
,,Kæra samkoma"mælti Jóhanna.
 
,,Nú ætla ég að sýna ykkur alíslenskan galdur sem er bara á færi íslendinga".
 
,,Ég tek þessa skeið og set hana í vasann hjá mér".
 
,,Nú hefur það gerst sem bara getur gerst hjá íslendingum" sagði hún þegar skeiðin var komin í vasa hennar.
 
Nú fer ég í vasann hjá Steingrími og sjáiði til,hér er skeiðin komin!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband