Byggingabransinn kjaftaður upp eins og fleira?

Skortur á Iðnaðarmönnum?
vinnumadurEr 1.apríl í dag eða hvað? - Það er undarleg fyrirsögn,hvernig getur verið skortur á iðnaðarmönnum,þegar engin eru verkefnin,það kom t.d. fram í fjölmiðlum nýlega að árið 2012 verði enn verra en árið 2011 hvað varðar verkefnastöðuna á landinu og einnig er hið opinbera að draga enn frekar saman í verklegum framkvæmdum,svo að þetta passar illa...!

Það vill svo til að Vinnumálastofnun stendur fyrir því að auglýsa á vef sínum,eftir ódýru vinnuafli.
 
Ég er sjálfur búinn að upplifa þetta og fleiri,því þau fyrirtæki sem þarna auglýstu og ég hafði samband við vegna atvinnu,voru að bjóða langt undir lágmarkstöxtum,en það er skýrt brot á kjarasamningum.
 
Það er þannig að þessi fyrirtæki auglýsa ekki í öðrum fjölmiðlum,sjálfsagt til þess að láta reyna á það fyrst,hvort ekki fáist ódýrt vinnuafl í gegnum vef VMST,en það virðist vera sem VMST sé ekkert að athuga hvort verið sé að fylgja kjarasamningum eða brjóta á skjólstæðingum þeirra.
 
Það virðist ekki vera samstarf á milli stéttarfélaganna og VMST varðandi þessi mál.
 
Það hefur verið talað um það manna á milli að það fækki lítið atvinnuauglýsingunum,því munurinn á milli lágmarkslauna og atvinnuleysisbóta sé svo lítill.
 
Svo er annað,þegar verkefni þrýtur þá  senda vinnuveitendur þá heim fyrst sem eru á hæstu laununum,í sumum tilfellum hafa útlendingar á lágum launum gengið fyrir vinnu og íslendingarnir verið sendir heim.
 
Stéttarfélögin eru alveg handónýt og lömuð í þessum málum,ef bent er á einstaklinga sem eru ekki með réttindi,þá benda þau bara á verktakana og segja að þeir eigi að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi.

Svona er nú komið fyrir hagsmunafélögum iðnaðarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband