Ríkisrekið klækjakvendi í landsdóm?


Ég vil vekja athygli á greininni um Dögg Pálsdóttur á Dv.is og í Fréttatímanum

Þar er skrifað meðal annars:

91726066Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hafa úrskurðað að Dögg beri að greiða verktökunum rúmlega 31 milljón króna vegna verksins en framkvæmdir við þessar breytingar hófust í janúar 2007 og lauk í september sama ár.

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og landsdómari, glatar lögmannsréttindum sínum verði hún persónulega gjaldþrota. Dögg skuldar verktakafyrirtækinu Saga verktakar 31 milljón króna vegna umfangsmikilla breytinga á tveimur íbúðum í eigu Daggar og sonar hennar.

Þegar kom að skuldadögum hafi Dögg á fundi hjá sýslumanni óskað eftir að fá þrjár vikur til að verðmeta íbúð sem hún á. Sýslumaður veitti vikufrest og ætlaði að meta íbúðina sjálfur. Með þessu slapp Dögg við árangurslaust fjárnám og gjaldþrot. Í millitíðinni segja verktakarnir Orri Blöndal og Sumarliði Már Kjartansson hjá Saga verktökum að Dögg hafi sótt um skuldaaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Með því hafi hún komið sér í var næstu mánuði því allir sem sækja um greiðsluaðlögun komast í greiðsluskjól og ekki er hægt að ganga að eignum þeirra á meðan.

Ég skora á alla sem vita eitthvað um hliðstæð mál og þetta,að fara með það beint í fjölmiðlana strax,það er borgaraleg skylda hvers manns að láta vita af því ef að embættismenn og konur sérstaklega hjá ríkinu eru að fremja lögbrot.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband