Ekki kjósa hræsnina á stjórnlagaþing

vinnumadurÞað vill svo til að Vinnumálastofnun stendur fyrir því að auglýsa á vef sínum,eftir ódýru vinnuafli.

Ég er sjálfur búinn að upplifa þetta,því þau fyrirtæki sem þarna auglýstu og ég hafði samband við vegna atvinnu,voru að bjóða langt undir lágmarkstöxtum,en það er skýrt brot á kjarasamningum.

Það er þannig að þessi fyrirtæki auglýsa ekki í öðrum fjölmiðlum,sjálfsagt til þess að láta reyna á það fyrst,hvort ekki fáist ódýrt vinnuafl í gegnum vef VMST,en það virðist vera sem VMST sé ekkert að athuga hvort verið sé að fylgja kjarasamningum eða brjóta á skjólstæðingum þeirra.

Það virðist ekki vera samstarf á milli stéttarfélaganna og VMST varðandi þetta,eftir því sem ég kemst næst.

Þarna er ein vitleysan enn sem tengist þessari stofnun og var þó alveg næg fyrir.

Það hefur verið talað um það manna á milli að það fækki lítið atvinnuauglýsingunum,því munurinn á milli lágmarkslauna og atvinnuleysisbóta sé svo lítill.

Svo er annað,að vinnuveitendur senda þá heim fyrst sem eru á hæstu laununum,í sumum tilfellum hafa útlendingar gengið fyrir vinnu og íslendingarnir verið sendir heim.

Það er vonandi að stéttarfélögin geri eitthvað róttækt í þessum málum.

Viljið þið fá svona stjórnendur á Stjórnlagaþing?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband