Föstudagur, 5. nóvember 2010
Greindarskertir lögreglumenn?
Góður vinur minn sagði farir sínar ekki sléttar.
Hann hefði nýverið farið eftir skemmtilegt matarboð hjá vini sínum,á sinn uppáhalds skemmtistað sem hafði opnað fyrir rúmu ári síðan á höfuðborgarsvæðinu.
Eftir skamman tíma inni á staðnum,vildi ekki betur til en það að hann er tekinn harkalega og fjarlægður af dyravörðum og síðan lögreglumönnum og farið með hann á lögreglustöð.
Hann segist eftir á ekki muna allt í smáatriðum,hann væri dagsfarsprúður maður og ekki vanur að abbast upp á annað fólk,en furðaði sig á hörkunni sem var beitt og misþyrmingunum sem hann mátti þola af hendi lögreglumannanna,það hefði verið snúið upp á handlegginn aftur fyrir bak,úlnliður hefði verið krepptur og þvingaður aftur,svoleiðis við óbærilegan sársauka,hann var með kúlu á höfði,búinn að vera með höfuðverk alveg síðan,krambúleraður í andliti og á höndum,hann gat ekki beitt hægri handleggnum sem skyldi og allur væri hann meira og minna úr lagi genginn og var ekki vinnufær í fjóra til fimm daga á eftir,svo voru vönduð jakkaföt eyðilögð í átökunum.
Hann undrar sig á hörkunni sem beitt var á venjulegt fólk,fyrir einhverjar litlar sem engar sakir og jafnvel upplognar.
Hvernig er þá farið með stórhættulegt fólk svo sem uppdópaða einstaklinga sem er viti sínu firrt og rúið allri dómgreind,hvaða meðferð fær það?
Ætli sé ekki til einhver vitsmunaleg taktík sem er notuð við svona aðstæður,svo sem einhver sálfræði til þess að róa niður aðstæður eða jafnvel að tala vinarlega til fólks sem talið er til vandræða.
Getur það verið að í lögreglunni séu einstaklingar sem fá útrás fyrir sínar ankannalegu hneigðir með þessum hætti?
Getur það virkilega verið svo,að niðurskurður á fjármagni til löggæslu sé farið að bitna á andlegu atgervi lögreglumanna og álagið sé orðið svo mikið að það setji allt úr skorðum.
Þessi vinur minn sagði,að hér áður fyrr hefði oft verið talað um það,að í lögregluna veldust einungis greindarskertir einstaklingar sem væru rúnir öllum hæfileikum,nema ef væri,til að beita líkamlegu afli og til átaka.
Ég spyr vin minn hvort hann ætli ekki að fara í skaðabótamál vegna þessa,en hann segir það vera algjörlega tilgangslaust,þeir passi upp á hvern annan þarna.
Ég hef alltaf trúað því segir hann,að ef einhver gerir öðrum eitthvað illt,að þá muni honum hefnast fyrir það,þótt síðar verði,það muni bara gerast af sjálfu sér.
Á vef BSRB stendur meðal annars eftirfarandi:
Hæfni og áhætta verði metin til launa hjá lögreglunni
Lögreglumenn krefjast þess því, í ljósi þess sem að ofan greinir, að þær takmarkanir sem þeim eru settar með sinn frítíma og auknar skyldur vegna t.a.m. aukavinnu og skerðingar á atvinnufrelsi í frítíma sínum, sem hljóta að teljast til skertra mannréttinda, að slíkt verði metið að fullu til launa og að auki að sú ábyrgð, hæfni og áhætta sem starf lögreglumanns krefst og í því felst endurspeglist í launkjörum lögreglumanna en þannig er því aldeilis ekki farið í dag.
Ef að er gáð þá hefur ýmislegt komið upp hjá lögreglunni:
Lögreglumaður greiði skaðabætur
Hæstiréttur skítur upp á bak
Lögreglan er pólitísk fasismi er fasismi
Ólíklegt að 9-menningar verði dæmdir
Þú kannt að verða dæmdur
Dómur fallinn, Lögreglumaður dæmdur.
Lögreglumaður í skilorðsbundið fangelsi fyrir ólögmæta handtöku
Dómar í "skatt-svikamálum", Ekki sama Jón og séra Jón
Hann hefði nýverið farið eftir skemmtilegt matarboð hjá vini sínum,á sinn uppáhalds skemmtistað sem hafði opnað fyrir rúmu ári síðan á höfuðborgarsvæðinu.
Eftir skamman tíma inni á staðnum,vildi ekki betur til en það að hann er tekinn harkalega og fjarlægður af dyravörðum og síðan lögreglumönnum og farið með hann á lögreglustöð.
Hann segist eftir á ekki muna allt í smáatriðum,hann væri dagsfarsprúður maður og ekki vanur að abbast upp á annað fólk,en furðaði sig á hörkunni sem var beitt og misþyrmingunum sem hann mátti þola af hendi lögreglumannanna,það hefði verið snúið upp á handlegginn aftur fyrir bak,úlnliður hefði verið krepptur og þvingaður aftur,svoleiðis við óbærilegan sársauka,hann var með kúlu á höfði,búinn að vera með höfuðverk alveg síðan,krambúleraður í andliti og á höndum,hann gat ekki beitt hægri handleggnum sem skyldi og allur væri hann meira og minna úr lagi genginn og var ekki vinnufær í fjóra til fimm daga á eftir,svo voru vönduð jakkaföt eyðilögð í átökunum.
Hann undrar sig á hörkunni sem beitt var á venjulegt fólk,fyrir einhverjar litlar sem engar sakir og jafnvel upplognar.
Hvernig er þá farið með stórhættulegt fólk svo sem uppdópaða einstaklinga sem er viti sínu firrt og rúið allri dómgreind,hvaða meðferð fær það?
Ætli sé ekki til einhver vitsmunaleg taktík sem er notuð við svona aðstæður,svo sem einhver sálfræði til þess að róa niður aðstæður eða jafnvel að tala vinarlega til fólks sem talið er til vandræða.
Getur það verið að í lögreglunni séu einstaklingar sem fá útrás fyrir sínar ankannalegu hneigðir með þessum hætti?
Getur það virkilega verið svo,að niðurskurður á fjármagni til löggæslu sé farið að bitna á andlegu atgervi lögreglumanna og álagið sé orðið svo mikið að það setji allt úr skorðum.
Þessi vinur minn sagði,að hér áður fyrr hefði oft verið talað um það,að í lögregluna veldust einungis greindarskertir einstaklingar sem væru rúnir öllum hæfileikum,nema ef væri,til að beita líkamlegu afli og til átaka.
Ég spyr vin minn hvort hann ætli ekki að fara í skaðabótamál vegna þessa,en hann segir það vera algjörlega tilgangslaust,þeir passi upp á hvern annan þarna.
Ég hef alltaf trúað því segir hann,að ef einhver gerir öðrum eitthvað illt,að þá muni honum hefnast fyrir það,þótt síðar verði,það muni bara gerast af sjálfu sér.
Á vef BSRB stendur meðal annars eftirfarandi:
Hæfni og áhætta verði metin til launa hjá lögreglunni
Lögreglumenn krefjast þess því, í ljósi þess sem að ofan greinir, að þær takmarkanir sem þeim eru settar með sinn frítíma og auknar skyldur vegna t.a.m. aukavinnu og skerðingar á atvinnufrelsi í frítíma sínum, sem hljóta að teljast til skertra mannréttinda, að slíkt verði metið að fullu til launa og að auki að sú ábyrgð, hæfni og áhætta sem starf lögreglumanns krefst og í því felst endurspeglist í launkjörum lögreglumanna en þannig er því aldeilis ekki farið í dag.
Ef að er gáð þá hefur ýmislegt komið upp hjá lögreglunni:
Lögreglumaður greiði skaðabætur
Hæstiréttur skítur upp á bak
Lögreglan er pólitísk fasismi er fasismi
Ólíklegt að 9-menningar verði dæmdir
Þú kannt að verða dæmdur
Dómur fallinn, Lögreglumaður dæmdur.
Lögreglumaður í skilorðsbundið fangelsi fyrir ólögmæta handtöku
Dómar í "skatt-svikamálum", Ekki sama Jón og séra Jón
Verður sleppt | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
"Þessi vinur minn sagði, að hér áður fyrr hefði oft verið talað um það, að í lögregluna veldust einungis greindarskertir einstaklingar sem væru rúnir öllum hæfileikum, nema ef væri, til að beita líkamlegu afli og til átaka."
Ég er sammála þessu. Íslenzkar löggur eru illa gefnir einstaklingar sem álíta sig vera yfir alla aðra hafna um leið og þeir eru komnir í einkennisbúning eða á annan hátt geta sýnt vald sitt. Hvort fórnarlömb þeirra séu saklaus eða ekki skiptir þá engu máli. Hvað varðar samskipti við handtekna einstaklinga þá fær löggan frá mér einkunnina 0,0.
Vendetta, 5.11.2010 kl. 14:18
Það eru auðvitað misjafnir sauðir í lögreglunni eins og öðrum stéttum. Ég hef haft góða kynningu af lögreglunni almennt Kristján, ef frá er talin Daníel okkar djarfi fyrir norðan.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2010 kl. 23:47
Það væri nú gaman að heyra hlið dyravarðanna og lögreglumannanna á þessu máli. Sjaldan veldur einn þá er tveir deila.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 01:24
Það er bara þannig,Axel,en ætli það sé ekki gott fyrir alla aðila að fjalla um ofbeldi almennt í samfélaginu,þegar það kemurupp,að vekja ekki athygli á því jafngildir því að vera samsekur.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 08:33
Já,það væri sko forvitnilegt að sjá hvernig þeir myndu tækla svona umfjöllun.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 08:36