Þriðjudagur, 19. október 2010
Mótmæli munu aukast
Það er enginn vafi á því að mótmæli munu harðna þegar fram í sækir,ekki er útlit fyrir það að ríkisstjórnin ásamt fjármálastofnunum séu að liðka til fyrir lántakendum...svo bíðum bara...
Dregur úr mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
Þau reyna hvað þau geta til að kaupa sér frest. Fyrst fjalla nefndir um málið og síðan þarf sá úrskurður að ræðast við minnihlutann og ég veit ekki hvað og hvað. Eitthvað eru þau að bralla, þurfa sjálfsagt einhverja daga til að koma einhverju fyrir horn, annað hvort iceslavesamningi Steingríms eða að þýða ástarjátningu Jóhönnu til ASG úr íslensku á ensku. Íslenska þjóðin virðist endalaust gefa þeim sjensa. Sarkozy Frakklandsforseti væri nú aldeilis ánægður ef franska þjóðin hefði þetta langlundargeð Íslendinga.
assa (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 17:43
Já,þetta er sennilega alveg rétt hjá þér,en það kemur að því að þolinmæðina þrýtur,hvað gerir ekki litla músin að lokum sem er búið að innikróa út í horn...jú,hún stendur upp á afturlappirnar....
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 17:53
Er ekki orðið tímabært að fara mótmæla við lífeyrissjóðina??
Lífeyrissjóðirnir eru þeir aðilar í samfélaginu sem öllu stjórna, það eru þeir aðilar sem þverneita að verðtryggingin sé tekin af „af því að það komi svo illa við skjólstæðinga þeirra“ !!! Hverjir eru skjólstæðingar þeirr? Eru það ekki fólkið í landinu? Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins, langstærstu.
Þarna sitja stjórnir lífeyrissjóðanna í fílabeinsturni, á ofurlaunum, snobba niður á við, þykjast bera hagsmuni fólksins fyrir brjósti en er svo skítsama svo lengi sem þeir fá launin sín!
Munið, mótmælum við lífeyrissjóðina, það eru þeir sem stjórna bönkunum og ALÞINGI. Alþingismennirnir eru aðeins strengjabrúður lífeyrissjóðanna!!
Hallur Þorsteinsson, 19.10.2010 kl. 20:41
Heyr,heyr,það er nefnilega þannig að valdamesta fólkið í landinu er almenningur ef hann sameinast og rís upp...sterkasta aflið er samstaðan...
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 21:02