Sunnudagur, 17. október 2010
Lyklafrumvarpið verði að veruleika
Úr því sem komið er að ekki fæst leiðrétting á forsendubrestinum,af hverju er þá ekki þess krafist meðal annars,af stjórnvöldum,að lyklafrumvarpið nái fram að ganga?
Það er talað um að flöt niðurfærsla sé svo dýr fyrir fjármálastofnanir og ríkið,er þá ekki tilvalið að notast við lyklafrumvarpið þar sem skuldaeigendur geta skilað inn eignunum (og leitað annarra leiða) og allir vinna og enginn tapar,er þetta ekki málið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lyklafrumvarpið þarf að koma, og loforð Jóhönnu, frjálsar handfæra veiðar, sem mundu
leysa atvinnuvanda Íslendinga!!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.10.2010 kl. 11:50
Er það ekki málið Kristján?
Hvað ert þú mættur hér Aðalsteinn? Mér kæmi ekki á óvart þótt þú leyndist milli laga á salernisrúllunni næst þegar ég vind af henni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2010 kl. 00:13