Miðvikudagur, 28. október 2009
Bara byrjunin á skriðu málaferla vegna gallaðra bygginga
Birti hérna gamla grein síðan í miðri uppsveiflu (2006)en þetta er að rætast smám saman,það sem stendur í greininni:
Iðnaðarmenn á Íslandi standa frammi fyrir nýjum veruleika í dag,þegar fjöldi erlends vinnuafls er slíkur sem raun ber vitni.Byggingaverktakar hugsa sér gott til glóðarinnar um að nú megi heldur betur hagnast á erlendum iðnaðarmönnum með því að ráða þá til sín á lágmarkslaunum.
Það er hvimleitt að á þenslutímum eins og núna,þá dúkkar upp þvílikur fjöldi peningagráðugra loddara og ævintýramanna sem þykjast vera verktakar og iðnaðarmenn að vandræðaástand er orðin staðreynd en þetta bitnar svo harkalega á þeim mönnum sem eru í raun iðnaðarmenn.
Íslenskir byggingaverktakar sumir hverjir eru farnir að stunda það að segja upp íslenskum iðnaðarmönnum og ráða til sín erlendafagmenn í þeirra stað,í sparnaðarskyni.
Erlendir iðnaðarmenn eru eins og innlendir,jafnslæmir eða jafngóðir fagmenn. Fjölmörg dæmi eru um það að íslenskir verktakar sitja uppi með stórtjón þegar á allt er litið,vegna þess að þegar til kastanna kom þá voru þetta ekki allt saman alvöru fagmenn sem komu til landsins,heldur venjulegt fólk í atvinnu og ævintýraleit og afleiðingarnar eru stórtjón og klúður sem kostar jafnvel milljónir.
Ekki virðast alltaf vera gerðar sömu kröfur til útlendinganna og Íslendinganna hvað varðar hæfni,reynslu eða metnaðar til að gera vel,hvað þá að þeir séu spurðir um réttindi.
Um þessar mundir snjóar inn skaðabótakærum sem aldrei fyrr vegna handvammar,leyndra galla og slæms frágang byggingaverktaka og er ekki vafi á því að hluti af þeim er vegna ástandsins í iðnaðarmannahópnum á Íslandi í dag.
Fróðlegt væri að vita hvort fasteignasölur eða Húseigendafélagið hafi brugðist eitthvað sérstaklega við þessum aðstæðum,en það er ekkert grín að kaupa eign og sitja uppi með hana stórgallaða og verðlausa.
Önnur fyrirliggjandi dæmi eru um að Íslenskir iðnaðarmenn séu að yfirgefa stéttina og færa sig í aðrar greinar vegna lækkandi kaups og lakari kjara í þeirra röðum.
Hins vegar eru nú farnar að renna á íslensku verktakana tvær grímur og virðast þeir vera farnir að fækka erlendu fólki aftur og halda eftir þeim skástu í hópnum.
Niðurstaðan af þessu vandamáli er að annað hvort láta íslenskir kaupendur eigna og verkkaupar sér þetta lynda eða rísa upp og til þess að rétta sinn hlut með málsóknum og skaðabótakærum.
Eitt er enn í þessu öllu sem er athygli vert,en það er þáttur stéttarfélaga iðnaðarmanna sem svo gott sem standa aðgerðalítil eða aðgerðalaus,hjá en gera sér hins vegar að góðu iðgjöldin sem félagsmenn greiða.
Undirskrifaður höfundur þessarar greinar er búinn að upplifa ýmislegt undanfarin misseri í byggingabransanum og getur gert grein fyrir þessu í smáatriðum ef einhver myndi kæra sig um það.
Ekki eru þessi orð skrifuð til þess að koma höggi á erlent vinnuafl eða ala á fordómum,því að að sjálfsögðu vantar okkur gott erlent fólk til landsins,heldur til þess að fjalla um raunverulegar aðstæður og vekja athygli á þeim.
Byggingarstjóri fundinn sekur um vanrækslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. júlí 2009
Hvað skyldi brenna næst?
Laugardagur, 23. maí 2009
Eigendur og eigendur
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Höskuldur á að drífa sig í Sjálfstæðisflokkinn
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009