Miðvikudagur, 15. febrúar 2012
Dögg Pálsdóttir lengir skuldasnöruna
Það hefur komið fram áður í fjölmiðlum að Dögg Pálsdóttir lögmaður,flokksbundinn Sjálfstæðismaður og fyrrverandi varaþingmaður Geirs Haarde,tregðast við að greiða a.m.k. 31 milljónar króna skuld við Saga verktaka þrátt fyrir að bæði Héraðsdómur og síðar Hæstiréttur hafi dæmt svo um að hún skuli greiða þessa kröfu.
Það nýjasta af þessu máli er það að hún fór til umboðsmanns skuldara og sótti um meðferð hjá honum sem var einungis til þess fallin að komast í "skjól" í nokkra mánuði á meðan hún upphugsaði næstu leiki enda býsna glúrin og ráðagóð kona Dögg Pálsdóttir að því er virðist.
Umboðsmaður skuldara hafnaði hinsvegar umsókn Daggar um meðferð,enda ekkert skrýtið þegar maður lítur á forsögu málsins.
En Dögg Pálsdóttir lætur sér ekki segjast,hún kærði þennan úrskurð umboðsmanns skuldara,sem er nú út af fyrir sig stórundarlegt að skuli vera mögulegt,svo að þarna náði hún sér í nokkra aukamánuði í viðbót í plottið.
Það verður spennandi að sjá hvað hún ætlar sér að gera þegar þessi aukabiðtími hennar er liðinn og þegar sýslumaðurinn heldur áfram þar sem frá var horfið með að innheimta kröfuna hjá Dögg.
Hér fyrir neðan má sjá greinar Fréttatímans um málið:
Landsdómari skrapp í skuldaaðlögun til að sleppa við skuld
Þetta er auðvitað algjört grín að manneskjan skuli geta sótt um skuldaaðlögun til að sleppa við að borga skuldir sem búið er að dæma að hún eigi að borga. Ég er svekktur út í umboðsmann skuldara fyrir að hleypa henni inn til sín, segir verktakinn Orri Blöndal en hann hefur undanfarna mánuði reynt að fá hæstaréttarlögmanninn og landsdómarann Dögg Pálsdóttur til að greiða 31 milljónar skuld við Saga verktaka, fyrirtæki Orra og Sumarliða Más Kjartanssonar. Saga verktakar stefndu Dögg vegna vanefnda á samningi sem hún gerði við félagið í tengslum við vinnu í Hátúni 6. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Dögg til að greiða 31 milljón í desember 2009 og Hæstiréttur staðfesti dóminn síðastliðið sumar. Þegar komið var að skuldadögum hjá Dögg lýsir Orri atburðarásinni þannig:
Það var fundur hjá sýslumanni á mánudegi þar sem hún sagðist eiga íbúð og vildi fá þrjár vikur til að meta hana. Hún slapp þannig við árangurslaust fjárnám og gjaldþrot. Sýslumaður sagðist sjálfur ætla að meta íbúðina og gaf viku frest. Föstudaginn á eftir sótti hún um skuldaaðlögun og þar með er hún hult næstu mánuði. Ég veit ekki hvað ferlið hjá umboðsmanni tekur langan tíma. Ætli það séu ekki átta mánuðir í bið og síðan þrír mánuðir í úrvinnslu. Á meðan er hún ósnertanleg. Ég veit ekki hvað ég að gera til að fá þessa peninga. Á ég að setjast fyrir utan hjá umboðsmanni skuldara og bíða? spyr Orri.
Svanborg Sigmarsdóttir, talsmaður umboðsmanns skuldara, segir í samtali við Fréttatímann að allir sem sæki um skuldaaðlögun séu í greiðsluskjóli þangað til umsókn sé synjað eða kominn á samningur. Þeir sem sækja um skuldaaðlögun eftir 1. júlí næstkomandi fá ekki greiðsluskjól, að sögn Svanborgar.
Dögg er meðal átta dómara í landsdómi sem bíður það verkefni að dæma Geir H. Haarde. Hún var skipuð í dóminn í maí 2005 og rennur skipunartími hennar og sjö meðdómenda hennar út í maí. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttatíminn leitaði viðbragða hjá henni.
Slóðin á fréttina http://www.frettatiminn.is/frettir/landsdomari_skrapp_i_skuldaadlogun_til_ad_sleppa_vid_skuld/
Greiðsluaðlögun annað form á gjaldþrotameðferð
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands
Lögmannafélag Íslands hefur áhyggjur af því að lögmenn í greiðsluaðlögun uppfylli ekki þau lagaskilyrði um lögmenn er varða lögmannsréttindi. Lítill munur sé á greiðsluaðlögun og gjaldþrotameðferð.
Hefði greiðsluaðlögun verið þekkt er ekki ólíklegt að á þeim tíma sem lög um lögmenn voru samþykkt árið 1998 hefði hún verið tekin inn í aðra grein í þriðja kafla laganna þar sem fjallað er um lögmannsréttindi. Þar er eingöngu minnst á gjaldþrot en auðvitað er greiðsluaðlögun bara annað form á gjaldþrotameðferð, segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands.
Félagið hefur fjallað um þetta mál að undanförnu og segir Brynjar að menn þar á bæ hafi áhyggjur af því að trúverðugleiki stéttarinnar bíði hnekki ef ekkert er aðhafst í málinu. Við höfum rætt þetta innan félagsins og velt því fyrir okkur hvort við eigum að óska eftir lagabreytingu. Trúverðugleiki lögmanna verður að vera hafinn yfir allan vafa. Það þarf hins vegar lagabreytingu til að breyta þessu og það er eingöngu á færi Alþingis, segir Brynjar.
Hann segist þekkja þess dæmi að lögmenn hafi nýtt sér úrræði á borð við greiðsluðalögun. Ég veit hins vegar ekki hversu stórt vandamál þetta er í lögmannastéttinni. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að staða fólks í greiðsluaðlögun er ekki glæsileg og varla er hægt að segja að
einstaklingar sem notfæra sér slík úrræði hafi forræði yfir sínum fjármunum, segir Brynjar.
Fréttatíminn greindi frá því fyrir skömmu að hæstaréttarlögmaðurinn Dögg Pálsdóttir hefði sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara stuttu áður en gera átti fjárnám hjá henni. Þar með komst hún í skjól fyrir 31 milljónar króna skuld sem hún var dæmd til að greiða tveimur verktökum sem höfðu unnið fyrir hana. Dögg getur því sinnt lögmennsku næstu mánuði í friði fyrir öllum skuldum allt þar til ljóst er hvort umboðsmaður skuldara samþykkir umsókn hennar eða ekki. Dögg hefur ekki viljað tjá sig um eigin stöðu segist ekki tjá sig um fjármál sín í fjölmiðlum.
Slóðin á fréttina: http://www.frettatiminn.is/frettir/greidsluadlogun_annad_form_a_gjaldthrotamedferd/
Þess má geta að Dv.is birti grein um málið en hún var svo tekin niður eftir svona sólarhring eða svo,sem er mjög sjaldgæft hjá vefmiðlum og mjög undarlegt og engin skýring gefin á.
Fimmtudagur, 2. febrúar 2012
Góð kaup fyrir börnin, hvað haldiði að fötin hafi kostað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 31. október 2011
Rafmagnslaust nokkrum sinnum á ári
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 27. október 2011
Búið að sópa þrisvar,mætti sópa víðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 2. október 2011