Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Penthouse í Hátúni endurbyggð fyrir fjársvikara - lesið

Verktakinn Orri Blöndal hefur reynt að fá hæstaréttarlögmanninn og landsdómarann Dögg Pálsdóttur til að greiða 31 milljónar skuld við Saga verktaka, fyrirtæki Orra og Sumarliða Más Kjartanssonar. Saga verktakar stefndu Dögg vegna vanefnda á samningi sem hún gerði við félagið í tengslum við vinnu í Hátúni 6. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Dögg til að greiða 31 milljón í desember 2009 og Hæstiréttur staðfesti dóminn síðastliðið sumar.

Það hefur komið fram áður í fjölmiðlum að Dögg Pálsdóttir lögmaður,flokksbundinn Sjálfstæðismaður og fyrrverandi varaþingmaður Geirs Haarde,tregðast við að greiða a.m.k. 31 milljónar króna skuld við Saga verktaka þrátt fyrir að bæði Héraðsdómur og síðar Hæstiréttur hafi dæmt svo um að hún skuli greiða þessa kröfu.

Það nýjasta af þessu máli er það að hún fór til umboðsmanns skuldara og sótti um meðferð hjá honum sem var einungis til þess fallin að komast í "skjól" í nokkra mánuði á meðan hún upphugsaði næstu leiki enda býsna glúrin og ráðagóð kona Dögg Pálsdóttir að því er virðist.

Umboðsmaður skuldara hafnaði hinsvegar umsókn Daggar um meðferð,enda ekkert skrýtið þegar maður lítur á forsögu málsins.

En Dögg Pálsdóttir lætur sér ekki segjast,hún kærði þennan úrskurð umboðsmanns skuldara,sem er nú út af fyrir sig stórundarlegt að skuli vera mögulegt,svo að þarna náði hún sér í  nokkra aukamánuði í viðbót í plottið.

Það verður spennandi að sjá hvað hún ætlar sér að gera þegar þessi aukabiðtími hennar er liðinn og þegar sýslumaðurinn heldur áfram þar sem frá var horfið með að innheimta kröfuna hjá Dögg.


Dögg Pálsdóttir tekin til gjaldþrotaskipta

 Ú R S K U R Ð U R
31. október 2012

...

Mál nr. G-743/2012:
Skiptabeiðandi: Númi Orri Blöndal
(Þórður Heimir Sveinsson hdl.)

Skuldari: Dögg Pálsdóttir

Dómari: Jón Finnbjörnsson héraðsdómari

Ú R S K U R Ð U R

 Héraðsdóms Reykjavíkur 31. október 2012 í máli nr. G-743/2012:

 Númi Orri Blöndal

 (Þórður Heimir Sveinsson hdl.)

 gegn

Dögg Pálsdóttur

 

Númi Orri Blöndal, kt. 040766-3329, Klukkubergi 1, Hafnarfirði, krafðist þess með bréfi, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí 2012, að bú Daggar Pálsdóttur, kt. 020856-6109, Laugarnesvegi 89, Reykjavík, yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Skiptabeiðandi kveðst eiga fjárkröfu á hendur skuldaranum sem nánar er lýst í beiðni. Segir hann skuldina nema samtals 16.004.985 krónum. Gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá skuldara þann 15. júní 2012.

Krafa skiptabeiðanda var tekin fyrir á dómþingi 19. september 2012 og var þá sótt þing af hálfu skuldara. Andmælum var ekki hreyft, en með samkomulagi aðila var málinu frestað til 17. október. Við fyrirtöku þann dag var málið tekið til úrskurðar að kröfu skiptabeiðanda. Er fullnægt skilyrðum 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 og er bú skuldarans tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

 

Bú Daggar Pálsdóttur, kt. 020856-6109, Laugarnesvegi 89, Reykjavík, er tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Jón Finnbjörnsson.

 

Úrskurðarorðið er lesið. Af hálfu aðila er ekki sótt þing.

 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður er skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

 

Dómþingi slitið

 Jón Finnbjörnsson

 

Vottur:

 Hulda Júlía Sigurðardóttir

 

--------------------------- --------------------------- ------------------------

 Rétt endurrit staðfestir:

 Héraðsdómi Reykjavíkur, 31. október 2012

Hérna er meira um málið


mbl.is „Penthouse“ í Hátúni - MYNDIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband