Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

VMST auglýsir eftir ódýru vinnuafli

vinnumadurÞað vill svo til að Vinnumálastofnun stendur fyrir því að auglýsa á vef sínum,eftir ódýru vinnuafli.

Ég er sjálfur búinn að upplifa þetta,því þau fyrirtæki sem þarna auglýstu og ég hafði samband við vegna atvinnu,voru að bjóða langt undir lágmarkstöxtum,en það er skýrt brot á kjarasamningum.

Það er þannig að þessi fyrirtæki auglýsa ekki í öðrum fjölmiðlum,sjálfsagt til þess að láta reyna á það fyrst,hvort ekki fáist ódýrt vinnuafl í gegnum vef VMST,en það virðist vera sem VMST sé ekkert að athuga hvort verið sé að fylgja kjarasamningum eða brjóta á skjólstæðingum þeirra.

Það virðist ekki vera samstarf á milli stéttarfélaganna og VMST varðandi þetta,eftir því sem ég kemst næst.

Þarna er ein vitleysan enn sem tengist þessari stofnun og var þó alveg nóg fyrir.

Það hefur verið talað um það manna á milli að það fækki lítið atvinnuauglýsingunum,því munurinn á milli lágmarkslauna og atvinnuleysisbóta sé svo lítill.

Svo er annað,að vinnuveitendur senda þá heim fyrst sem eru á hæstu laununum,í sumum tilfellum hafa útlendingar gengið fyrir vinnu og íslendingarnir verið sendir heim.

Það er vonandi að stéttarfélögin geri eitthvað róttækt í þessum málum.
mbl.is Mr. X kaupir raðhúsalengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hafnarfjarðarbær aflögufær?

20060729110228336Það er staðreynd að Hafnarfjarðabær er nú í mjög neikvæðri fjárhagslegri stöðu

Það vekur því athygli að það virðist vera sem hægt sé að sækja um styrki til Hafnarfjarðarbæjar fyrir hverju sem fólki dettur í hug,svo sem sjá má í grein í Fréttablaðinu í dag:

Þórdís, sem er 27 ára, leggur um þessar mundir stund á meistaranám í viðskiptafræði í Kaupmannahöfn. Hún segir að síðustu sex árin hafi hún starfað sem leiðtogi og að leiðtogaþjálfun innan alþjóðlegu stúdentasamtakanna AIESEC og meðal annars verið þar formaður árin 2006 til 2008.

Þórdís Katla Bjartmarz stefnir á Suðurskautslandið að sækja námskeið fyrir leiðtoga framtíðarinnar. Þórdís óskar eftir fjárstyrk frá Hafnarfjarðarbæ og fyrirtækjum gegn því að flytja fána þeirra á suðurskautið og uppfræða starfsfólk.

Það verður gaman að fylgjast með þessu hvort bæjarsjóður gefur fé í svona lagað á meðan verið er að skera niður bæði grunn og leikskólastarf ásamt öðru í Hafnarfirði.

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag
 


Margur heldur mig,sig

Þessu fólki sem heldur að það sé fullkomið líður greinilega mjög illa yfir því hvað Gillz líður alltaf vel,það er ekki flóknara en það,þetta er algjör snillingur og alveg unun er að því að fylgjast með,þegar hann er að stríða meðalmennskuhyskinu,ha,ha,ha.102163564
mbl.is Safna undirskriftum gegn Agli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að hitna undir Dabba og Dóra

Í frétt á Vísi.is segir Mörður Árnason að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak, virðist hafa verið æ geggjaðri eftir því sem meira kemur fram, segir Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði rannsakað ofan í kjölinn.

Skyldi nú vera loksins vera farið að hitna duglega undir afturendum forystumanna þeirra sem nánast báðu um að fá að styðja fjöldamorðin í Írak á sínum tíma,það skyldi þó ekki vera.

Það verður "gaman" að fylgjast með framvindu þessa máls næstu vikurnar.  
mbl.is Lögðu áherslu á að Ísland styddi hernað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gengur að útrýma vændi á Íslandi?

102163564Það er búið að loka súlustöðunum,þar sem allt var gegnsætt og ekkert að fela,en hvað ætla kvennasamtökin að gera við vændisreksturinn á netinu og klámið í símanum og allar nuddstofurnar sem auglýsa í blöðunum á hverjum degi?

Hvað hefur áunnist í því starfi að útrýma þessum rekstri sem veltur tugum ef ekki hundruð milljónum á hverju ári,það væri hægt að komast að þessu hjá kortafyrirtækjunum,ef vilji væri fyrir hendi.

Ætli verði eitthvað fjallað um falda vændið á svona fínum ráðstefnum?

Það hentaði vel,svona út á við,að láta loka súlustöðunum,en óvíst með annars konar klám og vændisrekstur.
mbl.is Vigdís hvetur konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbærileg meðvirkni á ASÍ þingi

rba1_21Jónas Kristjánss skrifaði um að óbærileg meðvirkni einkenni íslenzkt samfélag.
Það er bara staðreynd sem ekki verður hrakin,reyndar finnst mér að Kári Stefáns ætti að taka þetta fyrirbæri fyrir og rannsaka til hlítar þetta íslenska þrælsóttagen sem virðist liggja í okkur.

En það er greinilega ekki mikið að hjá ASÍ frekar en annars staðar,þeir standa saman þessir menn og fáu konur og verja Foringjann.

Vek athygli á samfélags og atvinnumálavefnum 360.is
  

mbl.is Gylfi endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndarfjölskyldan á Austurvelli

Fyrirmyndarfjölskyldan á Austurvelli

Forgangsröðin alveg á hreinu

Þvílíkur dugnaður er þetta hjá bæjarstjórninni að fá þetta í gegn.
Sennilega er þar með búið að rífa bæinn upp úr skuldafeninu og úr fjármálagjörgæslunni sem bærinn er kominn í en enginn talar um.gledileg_jol
mbl.is Hafnarfjörður fær einkarétt á Jólaþorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stokkhólmsheilkennið hrjáir marga

84289055Það er orðin viðtekin venja hjá þeim sem eru stjórnendur og áhrifamenn og konur hér á landi að benda sífellt á aðra og hvað aðrir hafa gert og ekki gert.

Það er talað mikið og blaðrað en það eru verkin sem tala.

Staðreyndin er sú að verkalýðshreyfingin á landinu er handónýt með fáum undantekningum og ætti að skammast sín fyrir að standa ekki betur með launafólki í landinu og fyrir að taka ekki harðari afstöðu á móti mörgum fáránlegum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eins og það að mylja smám saman niður allt velferðarkerfið eins og sjáanlega er verið að gera þessi misserin.

Nei,það er þannig að þeir sem eiga að stjórna landinu virðast sjálfir vera í gíslingu banka og fjármálastofnana,því að ekki er útlit fyrir það að leiðrétta eigi afleiðingar forsendubrestsins sem myndaðist eftir hrunið,heldur eru okkur sífellt færðar sýndaraðgerðir til þess eins að kaupa tíma.

Hvað finnst fólki um það að Vinnumálastofnun er að greiða hátekjufólki atvinnuleysisbætur?

Nokkur hópur hátekjufólks þáði atvinnuleysisbætur í fyrra. Sumir þénuðu meira en 10 milljónir króna en þáðu þó bætur einhvern hluta ársins.

Tæplega 28 þúsund manns fengu greiddar út atvinnuleysisbætur í fyrra, um 4.000 þeirra höfðu engar aðrar tekjur. Rúmlega eitt þúsund höfðu heldur engar aðrar tekjur árið á undan. Voru semsagt atvinnulausir allt árið 2008 og allt árið 2009. Tölurnar eru unnar upp úr skattskýrslum.

Sjá nánar grein á vef RÚV

Bendi á góðan pistil hjá Eygló Harðardóttur


mbl.is Tóku atvinnumálin í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfvitar byggja óvita

Gott dæmi um óhemjuskapinn,agaleysið,skipulagsleysið,græðgina,amatörismann,
mikilmennskubrjálæðið og frekjuna þegar byggingarverktakarnir rændu völdum 
vopnaðir "lánum" frá innistæðulausum bönkunum.
mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband