Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ruglið í kringum tónleikana

Það skal tekið fram strax að Eric Clapton stóð að sjálfsögðu við sinn hlut og var tónlistin og bandið algjörlega frábært í alla staði og hljómurinn ágætur!

En það verður að tala um ruglið og vitleysuna hjá "skipuleggjendum" tónleikanna.

Maður hefði haldið að menn hefðu lært af reynslunni frá tónleikum Metallica hérna um árið,þegar húsið (Egilshöll) var fyllt af 18.000 lifandi manneskjum í gjörsamlega loftlausu húsinu.

Nei,nei það var nákvæmlega sama upp á teningnum núna,sá sem þetta skrifar,gafst upp um kl. hálf ellefu vegna loftleysis,flökurleika og höfuðverkja og fór út úr byggingunni fljótlega og var þá straumur fólks út úr salnum.

Húsið er ekki hannað fyrir þessar aðstæður,að fylla það af fólki sem þarf að anda að sér súrefni.
Loftræsting sem þarna er,ræður ekki við þessar aðstæður,hins vegar er húsið alveg kjörið til þess að búa til peninga með litlum tilkostnaði,þ.e. í praxis hægt er að smala þvílíkum fjölda fólks saman á einn stað og taka fyrir það greiðslu.

Manni dettur í hug hvað hefði verið gert og sagt ef tíu til fimmtán þúsund hundum hefði verið smalað inn í húsið og haldið þar í svona sex tíma við sömu aðstæður og voru á tónleikunum.
Sennilega hefðu borist einhverjar kærur vegna illrar meðferðar dýranna.

Annað vakti athygli,sem var svolítið hjákátlegt,í veitingasölunni var hægt að kaupa vatn á flösku,gott og vel,en þegar þú fékkst flöskuna var búið að taka tappann af henni og henda.
Aðspurð hvort maður fengi ekki tappann með flöskunni var svarið að þetta væri vegna öryggisreglna.
Hvað meinar fólkið? - Var hætta á að flöskunni yrði hent upp á svið eða hvað,hefði þá ekki verið meira öryggi í því að afhenda manni þá bara tappann og henda flöskunni?

Einnig var þetta nú skrýtið að sjá,að hellt væri í glös fyrir þúsundir í veitingasölunni,allan þann tíma sem það nú tók.

Hvað skyldi Grímur fara með heim í veskinu?
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband