Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

50.000. manna tónleikar?

Það verður gaman í afmælisveislu Hafnarfjarðarbæjar,það er engin spurning um það og það eru atvinnumenn sem sjá um skipulagningu viðburða,en maður spyr sig eftir að hafa lesið viðtal við bæjarstjórnendur um hátíðina í Fréttablaðinu hvort þetta geti virkilega verið rétt eða er fólkið ekki með réttu ráði.

Ætlar það virkilega að stefna fimmtíu þúsund manns inn í mitt íbúðahverfi á Víðistaðatúnið?

Maður hlýtur að álykta sem svo að það sé búið að gera ráð fyrir því hvar allt þetta fólk á að geyma bílana sína á meðan á tónleikunum stendur,svo eitthvað sé nefnt,ekki kemur allt þetta fólk á reiðhjólunum sínum,þrátt fyrir hátt eldsneytisverð og okur.

Það er nógu slæmt ástandið þegar haldnar eru innanbæjarhátíðir svo sem þjóðhátíðardagurinn  17.Júní á Víðistaðatúni,því þá er ekkert hlaupið að því að komast þangað og leggja bílnum,svo ekki bætist nú við nokkrir tugir þúsunda í viðbót.

Hvernig verður svæðið skipulagt? - Hvar verður sviðið staðsett og hvernig verður öryggisgæsla á tónleikunum? - Og svo mætti áfram spyrja.

Er ekki mögulegt að notast við allar íþróttahallirnar og mannvirkin dýru og fínu sem standa meira og minna tómar,en eru illa nýttar á kappleikjum eða að minnsta kosti ekki nema lítill hluti bæjarbúa sem þangað mætir reglulega.

Afmælishelgin verður haldin hátíðleg 29. maí til 1. júní. Ber hátíðin heitið Heimboð í Hafnarfjörð, en hugmyndin að baki þeirri nafngift er sú að Hafnfirðingar bjóði landsmönnum öllum í heljarinnar afmælisveislu. Hápunkturinn verður að teljaststórtónleikarnir Hafnarfjörður rokkar sem fara fram á Víðistaðatúni laugardaginn 31.

„Við reiknum með þrjátíu til fimmtíu þúsund gestum á tónleikana. Víðistaðatúnið er stórt og mikið og í raun algjör kjöraðstaða til að halda svona tónleika.“


Táknrænt fyrir borgarstjórnina

Þetta listaverk endurspeglar hvernig komið er fyrir borgarstjórninni,sem marar í hálfu kafi í vitleysunni og ruglinu.
mbl.is Húsi sökkt í Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggingastarfsemi eða glæpastarfsemi?

Í ljósi umræðunnar um gallaðar eignir að undanförnu er rétt að rifja upp grein sem ég birti hérna fyrir mörgum mánuðum síðan,en það tekur svo langan tíma fyrir fólk að vakna af þyrnirósarsvefninum og horfa á það sem er að gerast í kringum það - en hérna er greinin:

Iðnaðarmenn á Íslandi standa frammi fyrir nýjum veruleika í dag,þegar fjöldi erlends vinnuafls er slíkur sem raun ber vitni.Byggingaverktakar hugsa sér gott til glóðarinnar um að nú megi heldur betur hagnast á erlendum iðnaðarmönnum með því að ráða þá til sín á lágmarkslaunum.

Íslenskir byggingaverktakar,en það vilja þeir láta kalla sig en eru sumir hverjir peningagráðugir loddarar,dúkka upp í stórum stíl á þenslutímum, eru farnir að stunda það að segja upp íslenskum iðnaðarmönnum og ráða til sín erlenda"fagmenn" í þeirra stað,í sparnaðarskyni.
 
 - En bíðið nú við! - Erlendir iðnaðarmenn eru eins og innlendir,jafnslæmir og jafngóðir fagmenn. Fjölmörg dæmi eru um það að íslenskir verktakar sitja uppi með stórtjón þegar á allt er litið,vegna þess að þegar til kastanna kom þá voru þetta ekki allt saman alvöru fagmenn sem komu til landsins,heldur venjulegt fólk í atvinnu og ævintýraleit og afleiðingarnar eru stórtjón og klúður sem kostar jafnvel milljónir.

Ekki virðast alltaf vera gerðar sömu kröfur til útlendinganna og Íslendinganna hvað varðar hæfni,reynslu eða metnaðar til að gera vel,hvað þá að þeir séu spurðir um réttindi og reynslu en yfirleitt þá eru Íslenskir iðnaðarmenn spurðir spjörunum úr þegar sótt er um vinnu.

Um þessar mundir snjóar inn skaðabótakærum sem aldrei fyrr vegna handvammar,leyndra galla og slæms frágang byggingaverktaka og er ekki vafi á því að hluti af þeim er vegna ástandsins í iðnaðarmannahópnum á Íslandi í dag.

Fróðlegt væri að vita hvort fasteignasölur eða Húseigendafélagið hafi brugðist eitthvað sérstaklega við þessum aðstæðum,en það er ekkert grín að kaupa eign og sitja uppi með hana stórgallaða og verðlausa.

Önnur fyrirliggjandi dæmi eru um að Íslenskir iðnaðarmenn séu að yfirgefa stéttina og færa sig í aðrar greinar vegna lækkandi kaups og lakari kjara í þeirra röðum vegna bullsins sem viðgengst orðið í byggingabransanum.

Nú eru farnar að renna á íslensku verktakana tvær grímur og virðast þeir vera farnir að fækka erlendu fólki aftur og halda eftir þeim skástu í hópnum.

Ekki eru þessi orð skrifuð til þess að koma höggi á erlent vinnuafl eða ala á fordómum,því að að sjálfsögðu vantar okkur gott erlent fólk til landsins,heldur til þess að fjalla um raunverulegar aðstæður og vekja athygli á þeim.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband