Bara byrjunin á skriðu málaferla vegna gallaðra bygginga



Birti hérna gamla grein síðan í miðri uppsveiflu (2006)en þetta er að rætast smám saman,það sem stendur í greininni:

Iðnaðarmenn á Íslandi standa frammi fyrir nýjum veruleika í dag,þegar fjöldi erlends vinnuafls er slíkur sem raun ber vitni.Byggingaverktakar hugsa sér gott til glóðarinnar um að nú megi heldur betur hagnast á erlendum iðnaðarmönnum með því að ráða þá til sín á lágmarkslaunum.

Það er hvimleitt að á þenslutímum eins og núna,þá dúkkar upp þvílikur fjöldi peningagráðugra loddara og ævintýramanna sem þykjast vera verktakar og iðnaðarmenn að vandræðaástand er orðin staðreynd en þetta bitnar svo harkalega á þeim mönnum sem eru í raun iðnaðarmenn.

Íslenskir byggingaverktakar sumir hverjir eru farnir að stunda það að segja upp íslenskum iðnaðarmönnum og ráða til sín erlenda”fagmenn” í þeirra stað,í sparnaðarskyni.
 
Erlendir iðnaðarmenn eru eins og innlendir,jafnslæmir eða jafngóðir fagmenn. Fjölmörg dæmi eru um það að íslenskir verktakar sitja uppi með stórtjón þegar á allt er litið,vegna þess að þegar til kastanna kom þá voru þetta ekki allt saman alvöru fagmenn sem komu til landsins,heldur venjulegt fólk í atvinnu og ævintýraleit og afleiðingarnar eru stórtjón og klúður sem kostar jafnvel milljónir.

Ekki virðast alltaf vera gerðar sömu kröfur til útlendinganna og Íslendinganna hvað varðar hæfni,reynslu eða metnaðar til að gera vel,hvað þá að þeir séu spurðir um réttindi.

Um þessar mundir snjóar inn skaðabótakærum sem aldrei fyrr vegna handvammar,leyndra galla og slæms frágang byggingaverktaka og er ekki vafi á því að hluti af þeim er vegna ástandsins í iðnaðarmannahópnum á Íslandi í dag.

Fróðlegt væri að vita hvort fasteignasölur eða Húseigendafélagið hafi brugðist eitthvað sérstaklega við þessum aðstæðum,en það er ekkert grín að kaupa eign og sitja uppi með hana stórgallaða og verðlausa.

Önnur fyrirliggjandi dæmi eru um að Íslenskir iðnaðarmenn séu að yfirgefa stéttina og færa sig í aðrar greinar vegna lækkandi kaups og lakari kjara í þeirra röðum.

Hins vegar eru nú farnar að renna á íslensku verktakana tvær grímur og virðast þeir vera farnir að fækka erlendu fólki aftur og halda eftir þeim skástu í hópnum.

Niðurstaðan af þessu vandamáli er að annað hvort láta íslenskir kaupendur eigna og verkkaupar sér þetta lynda eða rísa upp og til þess að rétta sinn hlut með málsóknum og skaðabótakærum.

Eitt er enn í þessu öllu sem er athygli vert,en það er þáttur stéttarfélaga iðnaðarmanna sem svo gott sem standa aðgerðalítil eða aðgerðalaus,hjá en gera sér hins vegar að góðu iðgjöldin sem félagsmenn greiða.

Undirskrifaður höfundur þessarar greinar er búinn að upplifa ýmislegt undanfarin misseri í byggingabransanum og getur gert grein fyrir þessu í smáatriðum ef einhver myndi kæra sig um það.

Ekki eru þessi orð skrifuð til þess að koma höggi á erlent vinnuafl eða ala á fordómum,því að að sjálfsögðu vantar okkur gott erlent fólk til landsins,heldur til þess að fjalla um raunverulegar aðstæður og vekja athygli á þeim.


mbl.is Byggingarstjóri fundinn sekur um vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gódur pistill og réttmaetur.  Verd thó ad segja ad ég thekki MARGA íslenska idnadarmenn sem eru algerir drulluhalar og svindlarar.  Beinlínis glaepamenn.  Margir íslenskir málameistarar eru svindlarar og fúskarar sem ekki borga starfstengd gjöld starfsmanna sinna.

Tumi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:34

2 identicon

Það er nákvæmlega það sem ég er að reyna að koma til skila,það er ekkert flóknara en það,að til eru margir drullusokkar innan þessarar stéttar eins og annarra,með eða án réttinda og reynslu.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:45

3 identicon

Vinafólk mitt þekkir eitthvað til þarna, og þetta var víst algjörlega óíbúðarhæft húsnæði sem var skilað.  Ég hefði orðið ansi hissa ef íbúðareigendurnir hefðu tapað málinu.  Fólkið þurftu víst að flytja út í einhvern tíma því ekki var hægt að búa í húsinu.

Andrea (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Einar Steinsson

Það er held ég alveg á hreinu að ef fólk ætlar að kaupa eitthvað sem er byggt á fyrsta áratug 21 aldar þá þarf að passa sig sérstakleg vel og jafnvel borga minna fyrir húsnæðið vegna hugsamlegra galla. Allavega ætla ég að forðast þetta húsnæði í framtíðinni.

Einar Steinsson, 28.10.2009 kl. 16:31

5 identicon

Því miður er þetta mál sem um er getið í fréttinni ekkert einsdæmi. Búast má við því að fleiri sambærileg  mál eigi eftir að koma fram.  Margir Íslenskir iðnaðarmenn og verktakar hafa gengið hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum, kanski er komið að skuldadögum?? Við hinir iðnaðarmennirnir, sem höfum reynt að vera vandir að virðingu ökkar, sitjum í súpunni og erum dæmdir fyrir slæm vinnubrögð skúrkanna.

Trausti R. Einarsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:57

6 identicon

Það á að vera eftirlitsmaður á öllum stóum verkum. þeir virðast ekki sinna sínu starfi. En fá milljónir í laun, fyrir að vera fjarri byggingunni. Byggingarstjórinn er ábyrgur fyrir þeim manni.

Ég gleðst persónulega yfir þessum dómi. Kannski ég þurfi þá ekki að borga 1ö3 milljónir aftur til að vinna sama verk uppá nýtt. Húsið var nokkuð gott en gluggar gamlir og sumstaðar að byrja fúi. Núna heldur það hvorki vatni né vindi.

Þessi dómur hlýtur að verða fordæmisgefandi. En býst samt við að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:03

7 identicon

Þetta er allt rétt hjá þér Trausti,þetta þóttist ég sjá fyrir að mundi gerast,þ.e.a.s. skaðabótamálum mun fjölga vegna glæpsamlegra vinnubragða ábyrgðarlausra ævintýramanna (kunnugleg lýsing á útrásarfólki og fleirum) og við það megum við búa og líða fyrir sem reyna þó að vera heiðarlegir og samviskusamir.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:03

8 identicon

1,3 milljónir :)

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband