Er Hafnarfjarðarbær aflögufær?

20060729110228336Það er staðreynd að Hafnarfjarðabær er nú í mjög neikvæðri fjárhagslegri stöðu

Það vekur því athygli að það virðist vera sem hægt sé að sækja um styrki til Hafnarfjarðarbæjar fyrir hverju sem fólki dettur í hug,svo sem sjá má í grein í Fréttablaðinu í dag:

Þórdís, sem er 27 ára, leggur um þessar mundir stund á meistaranám í viðskiptafræði í Kaupmannahöfn. Hún segir að síðustu sex árin hafi hún starfað sem leiðtogi og að leiðtogaþjálfun innan alþjóðlegu stúdentasamtakanna AIESEC og meðal annars verið þar formaður árin 2006 til 2008.

Þórdís Katla Bjartmarz stefnir á Suðurskautslandið að sækja námskeið fyrir leiðtoga framtíðarinnar. Þórdís óskar eftir fjárstyrk frá Hafnarfjarðarbæ og fyrirtækjum gegn því að flytja fána þeirra á suðurskautið og uppfræða starfsfólk.

Það verður gaman að fylgjast með þessu hvort bæjarsjóður gefur fé í svona lagað á meðan verið er að skera niður bæði grunn og leikskólastarf ásamt öðru í Hafnarfirði.

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband